søndag den 9. november 2008

Afmælissnúðurinn minn






















Þá er maður orðinn eins árs og voða gaur og duglegur. Á sjálfan afmælisdaginn þann 5. fórum við heim mæðginin eftir vöggustofu og kennslu og fengum okkur rúsínubollur og kakómjólk sem Gabríel var mjög ánægður með enda að smakka svoleiðis í fyrsta skipti.

VIð héldum veisluna á laugardaginn og við vorum samtals 23 í henni. Shahid kom á míðvikudagskvöldið og ég fór og tók á móti honum svona surprise á flugvellinu og hann var að sjálfsögðu mjög ánægður og hissa. Svo var mikill fagnaðarfundur með þeim feðgum og þeir voru eiginlega bara hlægjandi alla helgina þessar elskur:) Á laugardaginn vorum við úti í garði að hluta til í blíðunni og höfðum bara dekkað borð úti og buðum upp á uppáhaldið hans Gabríels, rúsínubollur og sódavatn og svo pakistanskt gúmmelaði ala Shahid, lagköku með bláberjum, ananas og ferskjum, skúffuköku, pönnsur með rjóma og upprúlaðar, íslenskt nammi, túnfisksalat og fleira og þetta var alveg ægilega huggulegt. Gabríel var voða sáttur og tók meira að segja smá lúr í miðri veislu í vagninum þegar Embla vinkona hans, unglingurinn á efri hæðinni fór með hann í smá göngutúr í vagninum. Rosa mikið búið að vera að gerast og svo var hann bara orðinn þreyttur eftir fótboltann og blöðrublakið kúturinn...

Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar og góðu gjafirnar sem þíð hafið verið að senda litla englinum mínum. Þið eruð alveg yndisleg..

Set inn smá myndir og þarf síðan að setja inn lokamyndir frá Berlín við tækifæri því þær eru svo æðislegar og sumar sögurnar líka. Ég á von á fleiri myndum úr veislunni og set þær inn við tækifæri. knús

4 kommentarer:

Rut sagde ...

Til hamingju með afmælið sæti strákur :-)
kveðja frá Íslandi,
Rut og co

Unknown sagde ...

Til hamingju með eins árs afmælið kæri Gabríel Noor. Kveðja til mömmu og pabba ! Kær kveðja, Steinunn

Anonym sagde ...

Happy Birthday, little prince :) I can't believe that you are one already!!

Unknown sagde ...

Til hamingju með afmælið litli prins!