søndag den 26. oktober 2008

Duglegi snúðurinnHæ hæ við erum komin frá Berlín loksins eftir smá tafir vegna baksins míns.Set inn nokkrar myndir og svo restina þegar ég er búin að hlaða inn úr vélinni:)
Litli kútur er farin að gera svo margt skemmtilegt og mér finnst hann svo rosalega klár. Hann klappar t.d alltaf þegar hann vaknar og veit að mamma ætlar að taka hann upp úr rúminu. Hann veit hvað bolti er og nær í hann þegar mamma spyr hann hvar boltinn sé...Hann elskar að láta elta sig og hlær alveg rosalega þegar mamma fer á hnén að elta hann og breytir sér í ljón og hann er hrifin af ljónum allavega miðað við að sjá heimildarmynd um ljón sem hann virtist hafa mjög gaman af. Svo er hann farinn að myndast við að lyfta sér upp og styðja sig við borð og fleira...Hann er ekki hræddur við ryksuguna heldur fylgist af miklum áhuga með þegar mamma ryksugar..og hann er soldill gikkur..vill ekki borða allt heldur bara það sem hann getur sjálfur stungið upp í sig. Verður að fara að læra að borða sjálfur með skeið fljótlega hihihih
Segi ferðasöguna í næsta bloggi..
knús í bili
p.s þetta er nú bara til að minna aðeins á okkur..

mandag den 13. oktober 2008

Nice week and not...Notó og ónotó vika


Það er búið að vera nóg að gerast hjá okkur gríslingunum síðustu vikuna. Litli kútur byrjaði síðustu viku á að fá hita og hærri og hærri hita og svo varð mamman orðin svo stressuð að hún stökk af stað með kútinn á læknavaktina og þar kom í ljós að hann er komin með í eyrun...hann fékk penisilin og hitinn snarlækkaði. Hann er greinilega byrjaður á vöggustofu greyið litla því nú er hann með kvef og hósta og svo var kominn upp lúsaseðill á vöggustofunni í dag..ój ój ój ój....

Meinhild vinkona kom í heimsókn í vikunni og það var voða notalegt..svo fórum við í lítinn húsdýragarð hérna bara næstum í næstu götu um helgina þegar litli var búin að ná sér og hittum það geitur, kusu sem sagði muuuuu...hænur og kanínur...svaka stuð:) Fórum með Nóa litla vini okkar og mömmu hans henni Ingu. Þau komu svo með okkur heim í spakk og haghetti og það var vægast sagt matur hér upp um alla veggi enda drengirnir agalega duglegir að leika sér með matinn:) Okkur var líka boðið í mat til Andreasar nágranna í lasagna og þar var litli kútur búinn að breyta og bæta íbúðina áður en yfir lauk..litla tæturófan..

Set inn smá myndir og svo koma næst myndir af okkur á hjólinu því við erum farin að hjóla saman...og Gabríel Noor er alveg að fíla þetta...litli daninn..hlær og hlær því hann kitlar örugglega smá í mallann:)
knús og kossar og hugsið vel um hvert annað...ég er að hugsa um að hætta að horfa á fréttir maður verður hálf þungur á þessum barlómi
...knús

________
We had ups and downs this week..and hello dear all..
Gabríel Noor was sick with earinfection the poor thing ..but is feeling better now. We had some visits and went for dinner to onkle Andreas on the top floor..Gabríel renovated his apartment and put some of the lasagna on the floor...of course...and it was such a cozy time hihi
Meinhild my friend..that is babysitting him on saturdays while I teach icelandic.,,also came for a visit. Nói and Inga also came for a visit..Nói is just one month younger than GN.... They had a nice time throwing food around laughing and enjoying life:)
We also went to this small zoo near our house where we could meet goats, rabits, cows and chicken...GN was very happy about the rabits...
Well enjoy life..kisses and please comment on the page:)

søndag den 5. oktober 2008

Klappi klappi klappi

Pictures and videos- Myndir og VIDEO af 11 mánaða stráknum
Kæru allir
Það gengur vel hjá okkur. Gabríel er sáttur á vöggustofunni og er rosalega duglegur og tekur mikð þroskastökk núna.
Það sem er á döfinni hjá okkur er að það er haustfrí og við ætlum að fara að heimsækja Brynju frænku í Berlín þann 15. til 20. október. Tekur 45 mínútur í flugi og voða þægilegt allt saman.

Við eignuðumst litla frænku þann 4.október þegar Magnús sonur Helgu og Ragga og Elva hans eignuðust litla stúlku. Nú verður fjör í fjölskylduboðunum..hefur nú alltaf verið stuð en nú verður kannski meira tætt hihihih

Myndirnar eru teknar hér heima og mér fannst hann bara svo sætur með húfuna að ég varð að eiga mynd til að sýna ykkur. Svo er ég alltaf að reyna að finna lausn á hvar hann getur verið þegar ég þarf að stússast í heimilisstörfunum..fannst ferðataskan ekkert ósniðug og hann skemmti sér konunglega...Minnti bara reyndar á þegar Halli hrekkjusvín lokaði Bellu í ferðatöskunni hér um árið hihihi:)
Knús í bili


__________

Gabríel Noor is doing very well at the daycare and is crawling, wafing and klapping :) These pictures are new of him and he is 11 months old today. You can see some Videos of my brave boy. Take care

duglegi strákurinn minnÞað er flott að getað klappað og skriðið i einu. knús


Litli Gabríel Noor lenti í ævintýrum í vettvangsferðinni í garðinum okkar. Hann skreið inn í blómabeð og ákvað að hafa það huggulegt og smakka smá grasKúturinn er skríðandi um allt og við fórum í smá vettvangsferð í garðinn okkar. Mikið ævintýri.
Knús