mandag den 12. april 2010

Ýmislegt frá mars :)

Hér eru nokkrar myndir úr lífi okkar stúfs.
Við fórum í heimsókn til Ingileifar, Júlíusar og Micahels í sveitina og fundum m.a fjársjóð í garðinum hjá þeim. Líklega hafa sjóræningjar verið hér á ferð þó svo þeir hafi þurft að labba langt frá hafi. Við Andreas yfirnágranni og huggulegheitamaður fórum á Lisu Nilson tónleika og það var dásamlegt að sjálfsögðu og mikil upplifun að heyra þessa frábæru söngkonu loksins eftir að hafa hlustað á hana í 20 ár ;) Á fyrstu myndinni má sjá hvar jógúrtskálin hans Gabríels er að detta niður á gólf enda var móðir hans mjög upptekin við að taka myndir og alls ekki með augun á réttum stað...en flott mynd og það má jú alltaf þrífa jógúrt upp úr gólfinu ekki satt ;)
Við horðum einnig á X faktor heima hjá vinum okkar í húsinu, Bettínu, Emblu (sem passar kútinn), Nóa og Tryggva. Þar fékk Gabríel að prófa að spila á gítar enda mikill músíkmaður þessi elska :) knús á ykkur


onsdag den 7. april 2010