fredag den 30. maj 2008

Skyrta frá 1946 og fyrsti kossinn - Shirt from 1946 and the first kiss
























Jæja nú er komið soldið síðan ég skrifaði síðast. Það er búið að vera nóg á döfinni hjá okkur félögum. Við höfum soldið verið hjá Svövu Maríu sem er að fara að flytja heim. Eyglo vinkona kom í síðustu viku í kaffi og það var alveg yndislegt að fá hana. VIð erum í tónlistinni einu sinni í viku og það er frábært hvað kúturinn er farinn að átta sig á lögunum og verður svaka spenntur yfir t.d dýragarðslaginu. Verður gaman að syngja það þegar við förum í dýragarðinn í fyrsta skipti hér í Köben.

Á föstudaginn síðasta fór ég í afmæli til Snorra hennar Svövu og Almars vinar hans á bar hér í borg. Ég var voða róleg finnst mér(svona miðað við hvað ég á erfitt með að fara frá gimsteininum mínum). Ég sendi bara eitt sms allan tímann, kom heim 1.30 og skemmti mér mjög vel. Hún Gyða nágranni var svo sæt að passa fyrir mig, þegar Gabríel Noor var sofnaður og hann svaf eins og engill.

Í gær fór kúturinn í sprautu og í dag fengum við góða heimsókn frá Birgitte(sem býr á Omö) og Britt sem bjó með okkur Birgitte í Christianshavn hér um árið. Við sátum úti í garðinum flotta hér fyrir utan og höfðum það afar náðugt í góða veðrinu. Litli maðurinn hitti hana Emmu vinkonu sína sem er dóttir Birgitte og fór vel á með þeim. Emma er ársgömul síðan í janúar og finnst Gabríel óttalegur stubbur og var að kenna honum ýmislegt nýtt enda algjör prakkari.. Set inn nokkrar myndir síðan í dag af þeim hjúum, m.a af fyrsta kossinum þeirra sem er svo sætur..Einnig eru myndir af boðinu í garðinum. Amma Stína saumaði skyrtu á pabba/afa Friðjón þegar hann var nýfæddur árið 1946. Ég tók myndir af Gabríel Noor í sömu skyrtu og hann tók sig mjög vel út enda algjör dýrgripur á ferð(skyrtan og hann að sjálfsögðu)

Gabríel smakkaði gras í fyrsta skipti í dag þegar hann velti sér yfir á hliðina og sleit eitt upp alveg sjálfur við mikinn fögnuð móður sinnar :)Hann situr líka soldið í vagninum sínum og er orðinn voða stór strákur finnst mömmu.

Læt þetta duga í bili og set líka inn myndir af litlu grautarætunni minni sem er orðinn nokkuð hrifinn af sveskjugraut eins og amma og afi á Íslandi hihihi...
knús og kossar og endilega skellið inn kommenti...


Hi all.
we have had a busy last two weeks with visits and coffee invitations, singing and staying alot outside in the great weather here in Copenhagen. The pictures are of little Gabríel Noor with his friend Emma that we took today in our wonderful garden here in the back of the house. We catched a picture of Emmas and Gabríels first kiss...she is one year old since january so she is teaching him some stuff;)I also took a picture of him wearing a shirt that his great grand mother made in 1946 and his granddad Friðjón whore when he was a baby..very sweeet to be able to put him in these clothes.

He tasted gras today for the first time while he turned himself on the side and pulled it up all by him self..very big boy :)He is sitting very well now in his chair and also in his carrier outside..
this is it for now and please comment if you have time:)
Kisses

mandag den 19. maj 2008

Tannálfur

Blessaði lítli álfurinn minn er komin með sína fyrstu tönn. Hún fannst með skeið í Helsingborg í Svíþjóð nú í kvöld hjá Pétri og Lenu. Hann er búin að vera að slefa voða mikið síðustu daga og var soldið pirraður í dag og aðeins í nótt meðan tönnin hefur verið að brjótast út.
Við hittum Harry hund í Svíþjóð ásamt Ulriku sætu og Gabríel fannst mjög fyndið þegar Harry gelti..var alveg í hláturskasti.

Litli kútur er farinn að sofa þvert í rúminu sínu og setur tásurnar upp á rúmið svo þær gægjast út milli rimlanna...

Myndirnar að þessu sinni eru af litla kút og Harry hundi, Gabríel og Kolfinnu vinkonu og fyrirmynd í góðum siðum þar sem þau kúra saman í bílnum á leið í afmæli :) Á einni myndinni er hann ready í morgunmatinn með smekkinn frá afa Friðjóni og Guðnýju og svo er auk annars eitt video af krúttinu að knúsa mömmu sína við undirleik kirkjuklukknanna í Filipskirken á sunnudagsmorgni, annað með flottum ropa og þriðja þar sem hann er voða mikið að slefa og hlægja.
Njótið vel



Gabríel Noor got his first tooth now and it was found in Helsingborg Sweden tonight at my aunts and uncles house. He found the dog Harry at their house very funny and laughed alot when he barked..wasn´t scared...just thought it was hilarious:)

The pictures that I put in now are of Gabríel with Harry the dog, with his new girlfriend and rolemodel Kolfinna(Svavas daughter) sleeping in the car, ready for breakfast one morning, one great burb, laughing and kissing his mum in the videos:)
Enjoy







søndag den 11. maj 2008

Brosmildur snáði - Happy guy













Halló allir. Það er búið að vera mikið blíðskaparveður hér í Köben síðustu daga og við erum búin að vera dugleg að labba mæðginin.

Í dag fórum við niður á strönd með henni Gyðu, fyrrum leigjanda mínum og núverandi nágranna. Þar var krökkt af fólki að "hugga sig" sem sagt að grilla og sóla sig og hafa það huggulegt eins og dönum finnst ekki slæmt. Litli músakall eins og ég kalla Gabríel Noor þessa dagana(stolið frá Sollu sætu í Súdan) fær ekki að vera í sólbaði en við liggjum á teppi í skugganum og höfum það notalegt..

Litli snáðinn er búin að stækka svo mikið síðan við komum heim til Köben og er farinn að sitja í stól að borða og sitja í kerrunni til að sjá allt það stórkostlega sem ber fyrir augu á göngutúrum okkar...mikið nýtt og spennandi fyrir svona lítinn snáða. Hann er orðinn 7.8 kg og er duglegur að drekka mjólkina hennar mömmu sinnar og borða graut. Hann fékk að smakka stappaða kartöflu í gær en var nú ekkert sérlega hrifinn..fékk svona hroll á eftir því þetta var eitthvað skrítið í munninum held ég:) Hann er líka farin að breiða úr sér í mömmuholu svo mamma kemst varla fyrir í rúminu þegar hann er þar að kúra..

Við vorum hjá Svövu Maríu og co í gærkvöldi í grilli og áttum frábæran dag með þeim í Kongens have áður. Svava María og fjölskylda er að flytja heim á frón í byrjun júní og mér líst nú ekki á að missa þau héðan..en gaman fyrir þau að fara heim í faðm fjölskyldunnar og í fína húsið sitt í Vesturbænum.

Ég set inn myndir af litla síbrosandi og hlægjandi snúðnum síðan í dag og í gær, af litlu Jóhönnu Björk hennar Svövu sem er algjör klifurköttur:), Einari Elís krókódílamanni og af Gyðu nágranna.
Knús í bili
Helga Stína
p.s Endilega kvittið á síðuna..gaman að sjá hver er að kíkja..er búin að breyta uppsetningunni á síðunni svo það er hægt að skrifa komment núna

Hi everyone. We have had some wonderful days here in Copenhagen in the sun for the last days. We went to Kongens have( a wonderful park in the center of town) yesterday and to the beach today. Gabríel Noor is smiling and laughing alot and eating alot of food now..sitting on his own in a chair..such a big boy...He tasted potatoes yesteday and wasn´t too happy about them..lets see when we try again if he feels better about them...Now I put some pictures of our friends in Copenhagen and the smiling Gabríel Noor

Kisses for now
HS
p.s please comment on the page..I change the settings so it´s possible now...would be nice to see who is looking at the website..

mandag den 5. maj 2008

Video

Hér má sjá Gabríel borða graut í annað sinn. Hann er orðin vanur maður í dag enda á hann 6 mánaða afmæli í dag:) En gaman að sjá svipinn á honum þegar hann var að byrja að borða graut...svo hissa:)
Knús
HS

torsdag den 1. maj 2008

Á ströndinni í fyrsta sinn






Blessuð og sæl. Við Gabríel Noor erum komin heim til Köben og það er yndislegt að vera loksins komin í íbúðina okkar og umhverfið okkar. Litli snúður sefur eino og engill í rúminu sínu og er í miklu stuði þessa dagana. Eygló vinkona var hér í mat í kvöld og Sibbi vinur okkar í gærkvöldi svo það er nóg að gera strax í heimsóknum.

Litli engillinn fór í fyrsta skipti á ströndina í Portúgal. Hin Hysteríska móðir hans hafði að sjálfsögðu makað á hann sólarvörn (blokk) og leyfði sólinni ekki að skína á hann enda algjör óþarfi svona í fyrsta sinn. Hann naut sín hins vegar í hitanum þessa síðustu daga okkar í Aveiro þegar hitinn fór á einum degi úr 14 gráðum í 30. Læt fylgja myndir með af prinsinum á ströndinni með mömmu og pabba.

Myndir frá Portó og fleiri úr ferðinni koma síðar..


Við byrjuðum á tónlistarnámskeiði hjá henni Völu okkar hér í gær. Þetta er ungbarnatónlistarnámskeið þar sem við syngjum og tröllum og dönsum og hlægjum og höfum gaman. Með okkur á námskeiðinu eru Kolfinna Björk hennar Svövu Maríu, Sylvía dóttir Völu Og Dodda og Nói hennar Ingibjargar sem býr hér líka. Við ætlum að vera á námskeiðinu einu sinni í viku í 5 vikur.

Ykkar Helga Stína

Gabríel Noor and me are back in copenhagen in our apartment and its wonderful to be back home. The prince went to the beach for the first time in Portugal and here are some pictures of that event. We started on a music course here in Copenhagen yesterday with 3 other children. It was great fun and we sang and jumped around and laughed alot. We will be doing this for the next 5 weeks, once a week.
More pictures of Portugal will come soon on the website...I hope you have patience:)
kisses
Helga Stina