torsdag den 14. august 2008

Sólargeislinn að myndast við að skríða



























Ég fæ ekki nóg af því að taka myndir af litla krílinu mínu enda svo fallegur með bláu augun sín..kemur reyndar á óvart þar sem pabbi hans er með græn augu og reyndar hálft brúnt. Fyrsta bláeygða barnið í hans ætt..
Nýjustu fréttir af Gabríel Noor eru þær að hann er farinn að myndast við að koma sér sjálfur á milli á gólfinu..á rassinum...svo duglegur. Hann hefur ekki verið mjög duglegur á maganum fer því þessa leiðina. Nú er nóg að gera hjá honum að upplifa það sem hann nær í á gólfinu og við foreldrar hans erum að átta okkur á nýjum hættulegri veruleika:)

Annað nýtt er að drengurinn fer á Vöggustofu í fyrsta skipti þann 16. september. Við fórum í heimsókn í gær þangað og hann var eitt sólskinsbros allan tímann og sjarmeraði pædagogana uppúr skónum...Held að mömmu hans kvíði mest fyrir að þurfa að skilja hann eftir hjá nýju fólki en hann er mikil félagsvera allavega ennþá og ætti því að plumma sig vel. Vöggustofan heitir Elverhøj og er 10 mínútna göngufæri frá okkur. Ég geri ráð fyrir að byrja að kenna aftur í byrjun október í danska skólanum en íslenski skólinn byrjar 6. sept(skóasetning). Svo kemur í ljós með framhaldið í tímans rás.

Læt þetta duga í bili og set inn myndir af tölvunörda feðgunum, heimsókn Helgu og Ragga til okkar sem var yndisleg..einnig fórum við að Söerne í góðu veðri og svo að sjálfsögðu myndir af mýsla litla á gólfinu að uppgötva;)

Knús í bili

1 kommentar:

Anonym sagde ...

Já sko, hlunkurinn bara farinn að skríða, go go gabí gabí!!!
Kv. Doddy