mandag den 7. april 2008
Síðustu dagarnir á Íslandi..last days in Iceland
Kæru allir.
Nú erum við komin til Portúgal til að vera með Shahid pabba Gabríels Noors til 28. apríl. Ég ætla að setja inn myndir frá síðustu dögum okkar á Íslandi og nokkrum dögum í Danmörku. Heima á Íslandi var m.a reynt að finna tönn í krílinu, við fórum í göngu með Sif og Önnu Marín í Nauthólsvík í góða veðrinu. Það náðist góð mynd af Siggu Völu og litla músa þar sem hann situr næstum því alveg sjálfur. Það var erfitt að fara frá Íslandi eftir svona langan tíma og að kveðja allt okkar yndislega fólk. En svona er víst lífið stundum og við komum bara fljótt aftur..Okkur til mikillar ánægju stóð hann Sibbi okkar í röðinnni við check in í Leifsstöð(sá hinn sami og við fórum heim með þann 15,des nema hvað sú ferð var plönuð)..ég brosti hringinn sagði Solla systir þegar ég sá hann enda mun auðveldara að vera tvö á ferð með svona lítið kríli og mikinn farangur..Ferðin út gekk vel nema hvað litli minn svaf ekkert á leiðinni eiginlega og var orðinn rosalega þreyttur á Kastrup þar sem Andreas tók óvænt á móti okkur og svo hann Jón í Jónshúsi sem var svo yndislegur að koma að sækja okkur út á flugvöllinn..ég á svo góða að allstaðar...
Hér fylgja myndir frá Íslandi. Bæti inn Portúgal og Köben inn í næstu færslu..
knús og kossar og ástar og saknaðarkveðja
Here are some pictures of our last days in Iceland. It was really hard leaving family and friends but we are now visiting Gabríels dad Shahid in Aveiro Portugal. I will put in some pictures from Danmark and Portugal next time...kisses
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
Ingen kommentarer:
Send en kommentar