torsdag den 17. april 2008

Litli snillingurinn









Halló allir
Litli snillingurinn og ég höfum það bara fínt hér í Portúgal þrátt fyrir rigninguna. Við erum búin að fara um bæinn oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og prófa hin ýmsu kaffihús enda portúgalir þekktir fyrir meiriháttar bakkelsi..hmmm..bara ferðarinnar virði að prófa það gómsæti allt saman. Það er stemning á kaffihúsunum þar sem ungir og aldnir safnast saman á hverjum degi og fá sér góðan kaffibolla og spjalla og laumast kannski í eitthvað smá sætt með. Ég stefni á að setja inn svona þemamyndir á bloggið um bæinn, byggingarstíl og menninguna, þannig að ég hvet ykkur til að fylgjast með.

Shahid er búin að vera í London síðan á þriðjudag en kemur í nótt..Hann fór á ráðstefnu.

Við Gabríel Noor fórum á ljósmyndasýningu um þroskaheft fólk hér í Portúgal..mjög flott sýning og áhugaverð. Krílið heldur áfram að sjarmera liðið upp úr skónum..lenti í svakalegum samræðum um hann við gamla konu í gær á kaffihúsi..nema hvað konan talaði soldið skrítna og hraða portúgölsku(brasilíska er soldið auðskiljanlegri fyrir mig) og ég átti full í fangi með að skilja hana..en hún brosti til mín tannlausu brosi og dásamaði barnið og þá skipti hitt engu máli:)
Litli kútur er farinn að borða graut á hverjum degi og drekka soldið úr pela hjá mömmu sinni...hann er voða hrifin af grautnum og verður rosa spenntur þegar hann sér grænu skeiðina sem hann borðar með og gefur frá sér mjög skemmtileg hljóð af spenningi. Hann fékk smá hósta í gær en er á batavegi og hefur soldið gaman af þessarri nýju rödd sem hann getur búið til..hljómar eins og lítill ljónsungi.
Kveð í bili og myndirnar tala sínu máli. Set inn video næst
Knús Helga Stina

1 kommentar:

saeunn sagde ...

Hæ hæ frændi, Friðjón frændi var að tala við mömmu (Albínu) og lét okkur fá heimasíðuna hjá ykkur. Þú er nú meiri dúllan. Hún frænka þín hún Svanfríður Dögg fæddist þann 6 des. þannig að það er rúmur mánuður á milli ykkar. Við erum með heimasíðu sem þú getur kíkt á okkur hún er http://www.svanfridur.barnaland.is/ og þú sendir mér bara línu á saeunndb02@ru.is og ég get sent þér leyniorðið. Vonandi að ykkur líki bara vel á Portugal. Leiðinlegt að hafa ekki vitað af ykkur í Reykjavík um daginn, við hefðum getað hist og skoðað litlu krílin.

Jæja kveð í bili en ég mun kíkja á síðuna hjá ykkur framvegis og fylgjast með ykkur.

Kveðja frá Íslandi
Sæunn og Svanfríður Dögg