torsdag den 24. april 2008

Smá innlit inn í Aveiro





















Blessuð og sæl. Gleðilegt sumar. Nú fer að liða að heimför hjá okkur kút því við förum heim til Köben á mánudaginn.
Langaði að deila Aveiro borginni aðeins með ykkur og set inn fallegar myndir af húsunum og fleira skemmtilegu hérna..Húsin hér eru yfirleitt ekki máluð heldur skreitt flísum svokölluðum azuleijos sem er mjög algengt hér í Portúgal og oft um að ræða stórkostleg listaverk. Borgin er þekkt fyrir gott bakkelsi og er alveg ótrúlegt úrval af góðum kökum hér og kaffihús á hverju horni. Það er svona notalegt stemning hérna..gamla fólkið situr úti á tröppum og spjallar og kallast á á milli svala í gamla bænum og svo er oft stutt á milli hláturst og gráturs eins og víða..því útfararstofan og einn aðal barinn eru hlið við hlið í gamla bænum.

Við fórum til Porto og á ströndina síðustu helgi og þær myndir koma inn síðar.

Það er búið að rigna eiginlga allan tímann okkar hér eða allavega hluta úr degi flesta dagana. Nú er sólin hins vegar komin...enda ekki seinna vænna og það er spáð góðu um helgina..
knús og kossar

mandag den 21. april 2008

vesen með myndbönd

Myndböndin koma ekki þannig að ég reyni að græja það við fyrsta tækifæri..knús og kossar

Grautur og grín

Halló allir. Hér eru tvö myndbönd af krílinu. Hann er nýfarin að borða graut og myndbandið sýnir þegar hann fékk graut í 2.sinn og var enn soldið hissa á svipinn. Svo er hann farin að fá hlátursköst og hitt myndbandið sýnir hann í einu slíku. Fórum til Porto og á fleiri fallega staði um helgina og ég skelli þeim myndum inn á næstu dögum. Knús og kossar Helga Stína

Hi here are some videos of Gabríel Noor..The first one is of him eating food for the second time..very surprised hihih...and the second one is of him laughing alot like he just started to do rescently... We went to Porto this weekend and to some other places..will put in some pictures of that this week take care Helga Stina


torsdag den 17. april 2008

Litli snillingurinn









Halló allir
Litli snillingurinn og ég höfum það bara fínt hér í Portúgal þrátt fyrir rigninguna. Við erum búin að fara um bæinn oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og prófa hin ýmsu kaffihús enda portúgalir þekktir fyrir meiriháttar bakkelsi..hmmm..bara ferðarinnar virði að prófa það gómsæti allt saman. Það er stemning á kaffihúsunum þar sem ungir og aldnir safnast saman á hverjum degi og fá sér góðan kaffibolla og spjalla og laumast kannski í eitthvað smá sætt með. Ég stefni á að setja inn svona þemamyndir á bloggið um bæinn, byggingarstíl og menninguna, þannig að ég hvet ykkur til að fylgjast með.

Shahid er búin að vera í London síðan á þriðjudag en kemur í nótt..Hann fór á ráðstefnu.

Við Gabríel Noor fórum á ljósmyndasýningu um þroskaheft fólk hér í Portúgal..mjög flott sýning og áhugaverð. Krílið heldur áfram að sjarmera liðið upp úr skónum..lenti í svakalegum samræðum um hann við gamla konu í gær á kaffihúsi..nema hvað konan talaði soldið skrítna og hraða portúgölsku(brasilíska er soldið auðskiljanlegri fyrir mig) og ég átti full í fangi með að skilja hana..en hún brosti til mín tannlausu brosi og dásamaði barnið og þá skipti hitt engu máli:)
Litli kútur er farinn að borða graut á hverjum degi og drekka soldið úr pela hjá mömmu sinni...hann er voða hrifin af grautnum og verður rosa spenntur þegar hann sér grænu skeiðina sem hann borðar með og gefur frá sér mjög skemmtileg hljóð af spenningi. Hann fékk smá hósta í gær en er á batavegi og hefur soldið gaman af þessarri nýju rödd sem hann getur búið til..hljómar eins og lítill ljónsungi.
Kveð í bili og myndirnar tala sínu máli. Set inn video næst
Knús Helga Stina

mandag den 7. april 2008

Portúgal










Við erum búin að vera hér í Aveiro í tæpa viku og það er mjög mikill munur á veðurfarinu miðað við heima á Íslandi..hér hafa verið upp í 28 stig og sól og mamma litla hefur verið alveg í sjokki yfir því hvernig hún á að verja ungann sinn..að þessu sinni fyrir sólinni og hitanum en ekki frosti og vindum eins og heima á Fróni. Litli kútur er farin að súpa soldið vatn úr pela og það er eins og hann hafi ekki gert annað allt sitt stutta líf en að drekka úr pela..rosalega pro:)og alveg eins og lítill Indiana Jones með sólhattinn sinn fína.

Aveiro er mjög falleg borg og mjög portúgölsk...það er hreint frábært að ég get tjáð mig á portúgölskunni því enskan þeirra hér er ekki upp á marga fiska..allavega ekki miðað við í Algarve..

Það var voða gaman að sjá þá feðga saman aftur eftir svo langan tíma..voða sætir saman...Shahid býr á mjög góðum stað, nálægt miðbænum svo það er stutt að fara á kaffihús og í búðir og góða göngutúra..

ég ætla að taka fullt af myndum meðan á dvölinni stendur og setja inn á síðuna...af nógu að taka..fallegir litir og kirkjur og fleira fallegt...

knús og kossar í bili

We are in the north of Portugal now..in Aveiro..I will tell you more about this beautiful university city later but here are some pictures of my little Gabríel Noor with his dad and also of him drinking water from a bottle for the first time. He is like a small Indiana Jones in the heat here that has gone up to 28 degrees celcius.

kisses and hugs for now.

Kaupmannahöfn - Copenhagen




Hér eru myndir frá Kaupmannahöfn í okkar 6 daga stoppi þar.

Í kaupmannhöfn hittum við m.a Ellert, Sabrínu og litlu Lilju þeirra sem er 4 dögum yngri en litli Gabríel Noor..

Gabríel Noor fékk sitt fyrsta alvöru hláturskast þegar Meinhild vinkona missti allan kvöldmatinn í gólfið og við lágum öll fjölskyldan hennar í kasti..þá byrjaði litli kall að skellihlægja og hefði slegið sé á lær ef hann kynni það...þetta var alveg yndislegt..

Hér má sjá myndir af Meinhildi og kvöldmatnum góða og svo af Ellert og fjölskyldu.

We stopped for 6 days in Danmark on our way to Aveiro. Little Gabríel Noor had his first big laugh when Meinhild my friend lost all her wonderful dinner that she prepared for 2 hours in the floor...a pitty but really funny also...so when we laughed the little one laughed aswell...

We also met our friends Ellert, Sabrina and little Lilja who is 4 days younger than Gabríel Noor and a real cutie..they looked so cute together...this is it for now..kisses

Síðustu dagarnir á Íslandi..last days in Iceland



















Kæru allir.
Nú erum við komin til Portúgal til að vera með Shahid pabba Gabríels Noors til 28. apríl. Ég ætla að setja inn myndir frá síðustu dögum okkar á Íslandi og nokkrum dögum í Danmörku. Heima á Íslandi var m.a reynt að finna tönn í krílinu, við fórum í göngu með Sif og Önnu Marín í Nauthólsvík í góða veðrinu. Það náðist góð mynd af Siggu Völu og litla músa þar sem hann situr næstum því alveg sjálfur. Það var erfitt að fara frá Íslandi eftir svona langan tíma og að kveðja allt okkar yndislega fólk. En svona er víst lífið stundum og við komum bara fljótt aftur..Okkur til mikillar ánægju stóð hann Sibbi okkar í röðinnni við check in í Leifsstöð(sá hinn sami og við fórum heim með þann 15,des nema hvað sú ferð var plönuð)..ég brosti hringinn sagði Solla systir þegar ég sá hann enda mun auðveldara að vera tvö á ferð með svona lítið kríli og mikinn farangur..Ferðin út gekk vel nema hvað litli minn svaf ekkert á leiðinni eiginlega og var orðinn rosalega þreyttur á Kastrup þar sem Andreas tók óvænt á móti okkur og svo hann Jón í Jónshúsi sem var svo yndislegur að koma að sækja okkur út á flugvöllinn..ég á svo góða að allstaðar...

Hér fylgja myndir frá Íslandi. Bæti inn Portúgal og Köben inn í næstu færslu..
knús og kossar og ástar og saknaðarkveðja

Here are some pictures of our last days in Iceland. It was really hard leaving family and friends but we are now visiting Gabríels dad Shahid in Aveiro Portugal. I will put in some pictures from Danmark and Portugal next time...kisses