mandag den 7. april 2008

Portúgal










Við erum búin að vera hér í Aveiro í tæpa viku og það er mjög mikill munur á veðurfarinu miðað við heima á Íslandi..hér hafa verið upp í 28 stig og sól og mamma litla hefur verið alveg í sjokki yfir því hvernig hún á að verja ungann sinn..að þessu sinni fyrir sólinni og hitanum en ekki frosti og vindum eins og heima á Fróni. Litli kútur er farin að súpa soldið vatn úr pela og það er eins og hann hafi ekki gert annað allt sitt stutta líf en að drekka úr pela..rosalega pro:)og alveg eins og lítill Indiana Jones með sólhattinn sinn fína.

Aveiro er mjög falleg borg og mjög portúgölsk...það er hreint frábært að ég get tjáð mig á portúgölskunni því enskan þeirra hér er ekki upp á marga fiska..allavega ekki miðað við í Algarve..

Það var voða gaman að sjá þá feðga saman aftur eftir svo langan tíma..voða sætir saman...Shahid býr á mjög góðum stað, nálægt miðbænum svo það er stutt að fara á kaffihús og í búðir og góða göngutúra..

ég ætla að taka fullt af myndum meðan á dvölinni stendur og setja inn á síðuna...af nógu að taka..fallegir litir og kirkjur og fleira fallegt...

knús og kossar í bili

We are in the north of Portugal now..in Aveiro..I will tell you more about this beautiful university city later but here are some pictures of my little Gabríel Noor with his dad and also of him drinking water from a bottle for the first time. He is like a small Indiana Jones in the heat here that has gone up to 28 degrees celcius.

kisses and hugs for now.

2 kommentarer:

Svava María sagde ...

Hæ sætu
Ég sé að Gabríel er alveg að fíla Portúgal. Ofsalega gaman að sjá svona margar myndir. Hlakka til að sjá ykkur í lok mánaðarins.

Ester sagde ...

vá, gaman hjá ykkur!
og Gabríel stækkar bara og stækkar
bið að heilsa
:x