mandag den 22. oktober 2007
Bumbus
Smá bumbumyndir. Nú er ég komin á 38. viku og farin að bíða aðeins verð ég að segja..keyptum barnavagn hjúin í dag og vorum í hláturskasti yfir að vera að trilla með tóman barnavagn, ég vaggandi eins og lítil önd með kúluna út í loftið og Shahid í hláturskasti. Örugglega fyndin sjón.
Við hjúin héldum matarboð á laugardag. Boðið var upp á blöndu af pakistönskum og íslenskum mat..ógurlega gott. Vinur hans kom og Ester vinkona mín hér úti.
Magga vinkona Helgu frænku kom líka á laugardag í kaffi ásamt dóttur sinni henni Láru(sem ég passaði bæði sem barn og sem ungling hér í den). Magga kom færandi hendi með forláta flotta vatnskönnu fyrir óléttu konuna, fullt af góðum ráðum og pakka frá Helgu frænku. Pakkinn var yndislegur og í honum voru sængurföt, heklað teppi, peysa, húfur og sokkar prjónað og heklað úr garni frá Ömmu stínu..Ólétta konan fór að sjálfsögðu að háskæla enda fannst ömmu Stínu lyktin langar leiðir..ohh þetta var svo notalegt..
Svo kom vinkona Shahids í heimsókn með lítinn frænda sinn...litlinn var svo fallegur að ég verð að láta fylgja eina mynd af honum og Shahid saman..
Hlakka til þegar krílið okkar kemur..áhugaverð blanda hihihi..
læt þetta duga í bili og skelli inn myndum..
knús og koss
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
3 kommentarer:
Hæ Helga mín,
Þú ert ekkert smá dugleg alltaf á fullu með svona stóra kúlu, hún er orðin ansi myndarleg :-)
Það fer þér svo vel að vera svona ólétt, lítur svo vel út.
Það verður spennandi að sjá svo hvað kemur, kemur örugglega yndislega blanda.
HAfðu það sem allra best Helga mín.
Kv. Rut og gríslingarnir
skemmtilegt blogg
sjáumst
e
Hæ sæta mín,
þú ert algjört bjútí svona með kúluna út í loftið. Ég ekki beðið eftir að fá að sjá krílið ykkar þegar það kemur. Farðu vel með þig og mundu að hvíla þig vel áður en þetta brestur allt á.
knús, Anna Eygló
Send en kommentar