lørdag den 13. oktober 2007

Notaleg unglingainnrás



Ég fékk tvo yndislega unglinga í heimsókn síðustu helgi. Helena og Anton litlu frændsystkini mín komu frá Íslandi og þau eru svo sem ekki mjög lítil lengur þessar elskur bæði orðin meira en hausnum hærri en frænka enda hún 17 og hann að verða 17. Anton spurði mig hvort ég hafi alltaf verið svona lítil..eða hvort ég væri farin að skreppa saman...gat nú ekki annað en hlegið því ég hélt það sama um ömmu Stínu þó svo ég hafi nú ekki spurt hana fyrr en hún var rúmlega fimmtug:)..
Þetta var góð helgi og við brölluðum ýmislegt...ég fór að sjálfsögðu með gengið í verslunarferð og börnin trylltust í HM næstum því og svo kíktum við í fleiri búðir og vörum öll gjörsamlega örmagna um klukkan 18. Enduðum á tyrkneskum veitingastað sem ég er hrifin af hérna úti því börnin elskuleg eru ekki alveg í sömu matarpælingum. Helena borðar t.d ekkert með andlit og Anton vill fá sinn heimilismat og engar refjar..tyrkneski staðurinn hentaði sem sagt þeim og óléttunni og við komum sátt og södd út eftir að hafa fengið magadans beint í æð og huggulegheit.
Helena ákvað síðan að aðstoða dönsku aktivistana vini sína í að að fá nýtt ungdomshus í Kaupmannahöfn..hún kom heim eftir táragas of fleira áhugavert en reynslunni ríkari og í heilu lagi sem var mikill léttir fyrir frænkuna óléttu sem er ekki alveg að skilja þessi blessuðu ungmenni nú til dags ;) Við Anton fórum bara í smá túristahring á meðan og hittum hallarverðina m.a og sáum óperuna. Ég finn að aldurinn er að færast yfir þar sem Anton minn var ekki eins áhugasamur og ég um hallir og ferðamannadót..enda víðförull drengurinn.
Sunnudeginum eyddum við í Kristíaníu og skoðuðum og tókum myndir og höfðum það huggulegt...
Í gær var menningarnótt hér í Köben og ég fór fyrst út að versla með Eygló og endaði svo á kúbönskum jazz og kom heim um miðnætti...Er orðin soldið þreytt í kúlunni en líður mjög vel og hlakka bara til að fá Shahid til Köben á þriðjudaginn. Nú fer að líða að því að krílið komi og ég er að klára að gera allt tilbúið fyrir litla sólargeislann. Knús í bili

Ingen kommentarer: