torsdag den 18. oktober 2007

Innflutningsboð




Þá er næstum allt klárt. Nú er ég meira að segja búin að halda innflutningsboð sem stóð yfir til 3 um nóttina á laugardaginn síðasta..Ein ólétt að dj-ast hálf þrjú að nóttu...ætli það sé eðlilegt:) Það var góð stemning hér í litla kotinu á Tycho Brahes allé 15..sátum við eldgamla flotta borðið mitt sem ég stækkaði og það var svona ítölsk familíustemning við borðið...ostar, vín og gos og huggulegheit..virkilega góð stemning.
Ég skelli nokkrum myndum inn svona í leiðinni.

Shahid er mættur á svæðið, kom á þriðjudagskvöld með flugi frá Porto í gegnum Mallorca. Shahid ætlar að vera hér til allavega 19. nóvember og vera með þegar litli sólargeislinn okkar fæðist og hugsanlega verður hann lengur ef hann fær lengra leyfi frá doktorsnáminu sínu í Portúgal. Við fórum út að borða í kvöld ásamt Svöfu og Ester og vini hans Shahids sem heitir Sherbaz. Við áttum mjög góða stund saman og hlógum mikið..átum yfir okkur af tyrkneskum mat og spjölluðum um Darwin, Himalaya og Benazir Bhutto.

Fékk gleðilegar fréttir í vikunni. Ransý elsta systir og hjúkka ætlar að koma til okkar 31. október til að vera með í fæðingunni helst..verður æðislegt að hafa hana..


Læt þetta duga í bili

2 kommentarer:

Unknown sagde ...

Hæ hæ elsku ólétta vinkona!

Voðalega er íbúðin þín hugguleg og bara rimlarúmið komið á sinn stað og allt. Æðislegt að hafa bæði reynsluboltann hana systur þína og líka Shahid í fæðingunni, svo bara að skipa liðinu fyrir og láta þjóna sér eftir bestu getu ha ha ha:o).Farðu nú vel með þig vinkona og get ekki beðið eftir að krílið fæðist,geri samt þá kröfu að fá sent sms þegar krílið fæðist.
saknaðarkveðja,
Halldóra og co

Helga Stina sagde ...

Elsku Halldóra. Ég er svo hrikalega skipulögð í augnablikinu að ég er meira að segja búin að gera smsgrúbbu í símanum til að geta sms um leið og(eða fljótlega eftir að) litli sólargeislinn mætir á svæðið :) Takk fyrir góða kveðju og vona að þið hafið það sem best. Þín Helga Stína