torsdag den 11. oktober 2007
Óléttan í Köben
Nú eru bara rúmar 3 vikur eftir af meðgöngunni á litla sólargeislanum. Áætluð koma er 4. nóvember en svo veit maður ekki alveg hvernig svona tímasetningar standast. Ég er búin að koma mér fyrir í íbúðinni nýju sem er voða voða fín og alveg agalega notalegt að þurfa ekki að fara upp allar 5 hæðirnar eins og áður heldur bara upp á 2. hæð. Meðgangan hefur gengið vel miðað við allar þær tröllasögur sem ég hef heyrt og mér líður vel..kúlan stækkar en ég ekki eins mikið og ég óttaðist í byrjun hihihi...ég er ekki með mikinn bjúg og þrátt fyrir að vera svolítið þreytt á stundum þá er ég í fínu formi. Fór á fyrirlestra um fæðinguna og brjóstagjöf á Hvidovre hospital þar sem ég mun fæða. það var mjög gott að fá svona yfirsýn yfir hvernig þetta fer fram allt saman og hvernig danirnir gera hlutina. Ég hef jú verið viðstödd keisaraskurð sem túlkur á portúgölsku árið 2003 þannig að ég hef verið svo lánsöm að fá smá innsýn inn í þennan heim. Ég geri ráð fyrir að við Shahid förum svo saman aftur á fyrirlestur til þess að undirbúa okkur saman. Mér fannst frábært að heyra frá ljósmæðrunum að tímarnir hefðu nú breyst því fyrir 20 til 30 árum hefðu allir sem komu að fæðingunni staupað sig fyrir,á meðan og eftir fæðinguna svona til að fagna...smá rauðvín eða bjór var víst ekki vandamál í þá daga...og svo var að sjálfsögðu keðjureykt á fæðingarganginum...alveg stórkostlegt að heyra þessar sögur...læt þetta duga í bili af þessu...Læt fylgja mynd sem tekin var fyrir 2 vikum
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
Ingen kommentarer:
Send en kommentar