onsdag den 2. juli 2008

Gabríel Noor heimsborgari














Litli kútur er á sinni stuttu ævi búin að ferðast til fjögurra landa. Íslands, Danmerkur, Portugals og nú síðast til Þýskalands til heimsborgarinnar Berlínar.
Hann er ljúfasta vera á jörðinni að mati mömmu hans og nýtur þess að sjá fólk og börn, dýr og sína eigin spegilmynd. Elskar að hitta alltaf reglulega þennan sæta og skemmtilega strák sem brosir alltaf á móti:) Hann stóð sig eins og hetja í flugvélinni og drakk bara pelann sinn og hristi hringluna sína og brosti framan í samferðarfólk okkar...alveg eins og engill.

Hér koma nokkrar myndir frá Berlín. Við Brynja fórum hamförum í myndatökunum þannig að þið verðið bara að fá betri sýningu þegar við hittumst.

Við fórum m.a. að hátíðahöldum vegna úrslitaleiks Þjóðverja og Spánverja í Evrópukeppnini. Það var mikið um dýrðir við Brandenburgarhliðið sögufræga en við kíktum bara örsutt til að ná smá stemningu. Frekar fúlt að okkar menn skyldu ekki vinna um kvöldið..en Gabríel sveiflaði allavega fána og "has been there" hihih

Við vorum aðallega að hugga okkur með Brynju okkar elskulegu en fórum í langa göngutúra og kíktum m.a í skemmtilegt hverfi í Austur Berlín sem er soldið svona hippa og kósý...Prenzlauerberg held ég að það heiti...átti soldið erfitt með nafnið. Einnig var okkur boðið ásamt nokkrum vinkonum Brynju í "drykk" eins og þau í sendiráðinu kalla það...mj0g skemmtilegt og var Gabríel eini prinsinn og fékk að sjálfsögðu alla athyglina..enda sætastur:)

..Á einni myndinni má sjá okkur í hláturskasti sem endaði með því að snúðurinn gubbaði upp í mömmu sína..hihih

.Hann er farinn að sitja sjálfur að mestu, smakka kjöt og fleira gott og svei mér ef það er ekki farin að koma tönn í efri góm...skoða aðeins betur á morgun..


______

We where in Berlin for the last week. We had a wonderful time with our friend Brynja. who is living there. We went to see people cheering at Brandenburg Tor before the big camp between Germany and Spain, went to east Berlin and just had a very cozy time enjoying life in good weather...The city is wonderful and comfortable..It´s my 5th time. Gabríel Noor is a real traveller and has been in 4 countries in his short life of 8 months... ;) He is turning so big. beginning to eat a bit of chicken and turkey and sitting by himself most of the time..Time goes so fast..
Take care

4 kommentarer:

Anonym sagde ...

Elsku Helga Stin og Gabriel Noor... mikið er minn orðinn stór og þroskaður á myndunum, enda heimsborgari mikill ;-) alltaf gaman að fá að fylgjast með ykkur..ástarkveðjur frá ísalandi. Steingerður og allir, út um holt og hæðir.........

Anonym sagde ...

Hæ hæ kæru vinir!

Ohhh Berlín er yndisleg borg, sé að þið hafið skemmt ykkur konunglega:o) Gabríel orðin svoooo stór. Dagur biður kærlega að heilsa honum og hlakkar til að prakkarast með honum. Dagur farin að babla út í eitt og syngur hástöfum fullt af lögum, sem hann getur kennt Gabríel.Boðskortið í brúðkaupið/afmælisveisluna þína:o) er á leið í póst á næstu dögum.Vonandi að þú getir séð þér fært að koma,söknum ykkar.
Kær kveðja,
Halldóra og Dagur Steinarr söngfugl

Svava María sagde ...

Hæ litlu krútt!
Gabríel Noor er sko líka búinn að fara til Svíþjóðar, ekki satt? Hann er greinilega búinn að stækka síðan ég sá hann fyrir mánuði síðan. Hann situr svo flott á einni myndinni, er hann ekki líka farinn að velta sér?
Vona að þið komið í sumarheimsókn til Íslands. Bestu kveðjur úr Vesturbænum, Svava María og hinir kubbarnir :)

Unknown sagde ...

Það hefur greinilega verið rosa gaman hjá ykkur mæðginum í Berlín! Ég hlakka til að hitta ykkur og heyra ferðasöguna.