Blessuð og sæl. Gleðilegt sumar. Nú fer að liða að heimför hjá okkur kút því við förum heim til Köben á mánudaginn.
Langaði að deila Aveiro borginni aðeins með ykkur og set inn fallegar myndir af húsunum og fleira skemmtilegu hérna..Húsin hér eru yfirleitt ekki máluð heldur skreitt flísum svokölluðum azuleijos sem er mjög algengt hér í Portúgal og oft um að ræða stórkostleg listaverk. Borgin er þekkt fyrir gott bakkelsi og er alveg ótrúlegt úrval af góðum kökum hér og kaffihús á hverju horni. Það er svona notalegt stemning hérna..gamla fólkið situr úti á tröppum og spjallar og kallast á á milli svala í gamla bænum og svo er oft stutt á milli hláturst og gráturs eins og víða..því útfararstofan og einn aðal barinn eru hlið við hlið í gamla bænum.
Við fórum til Porto og á ströndina síðustu helgi og þær myndir koma inn síðar.
Það er búið að rigna eiginlga allan tímann okkar hér eða allavega hluta úr degi flesta dagana. Nú er sólin hins vegar komin...enda ekki seinna vænna og það er spáð góðu um helgina..
knús og kossar