lørdag den 27. oktober 2007
Dýragarður og gifs
Jæja þá er farið að líða að krílusi..er búin að vera soldið á útopnu síðustu daga með Shahid í heimsóknum og skellti mér í dýragarðinn t.d í dag með Svövu Maríu og krílunum hennar 3. Við skemmtum okkur mjög vel og fórum svo heim að borða dýrindismat a la Svava María. Eftir að öll hersingin var sofnuð gifsaði Svava María risabumbuna mína og það kom mjög vel út. Soldið vont að taka gifsið af kroppnum(guði sé lof fyrir vaselinið). Að lokum horfðum við saman á dvd um vin okkar George Michael og hann var að sjálfsögðu stórkostlegur að vanda.
Fór tíl ljósmóður á fimmtudaginn og allt lítur vel út. Barnið er búið að skorða sig, blóðþrýstingur og allt annað í lagi og ég er ekki búin að bæta miklu á mig á meðgöngunni..sem er að sjálfsögðu hið besta mál. Ljósmóðirin gat að sjálfsögðu ekki tjáð sig neitt um hugsanlegan komutíma sólargeislans..gæti tekið einn dag eða 3 vikur...hmmm..þannig að það er bara að bíða og sjá.
Set nokkrar myndir inn af gifsbumbunni og dýragarðinum. Knús í bili
Get ekki sett myndir í agunablikinu..eitthvað vesen á þessarri síðu...reyni að bæta úr þessu fljótlega.
Now it´s the last days before the baby:) Today I went with Svava my friend and her 3 children to the zoo here in Copenhagen. Afterwards my friend Svava made a sculpture of my belly...my very big belly...incredible that there is a baby inside.
I went to the midwife on thursday and everything is looking normal and the baby is ready to come out..only a matter of when...could take a day...or up to 3 weeks...just have to relax and enjoy this time until the baby comes:)
My friend Ana Flavia had her second son in Brasil today..Congratulation...the boy has the name Joao.
Kisses and hugs
mandag den 22. oktober 2007
the pregnant one
Hi you all who don´t read icelandic. I promise to write sometimes in english on this website but hope you bare it with me if it´s not every time.
I´m now in my 38th week of my pregnancy. I´m having the baby here in Copenhagen and have recently moved to another apartment..in the same house here on Amager. The father of the baby, Shahid, is here now and will be until the end of november. He is doing his Phd in Portugal at them moment but will be here to see our baby coming to the world...We don´t know if it will be a boy or a girl...so it will be a wonderful surprise..
On this webpage you can see my new apartment,Shahid, my sisters children who where here for a visit recently and pictures of me and the big belly and of some friends...danish, pakistani and icelandic.
Hope you enjoy..kisses Helga Stina
I´m now in my 38th week of my pregnancy. I´m having the baby here in Copenhagen and have recently moved to another apartment..in the same house here on Amager. The father of the baby, Shahid, is here now and will be until the end of november. He is doing his Phd in Portugal at them moment but will be here to see our baby coming to the world...We don´t know if it will be a boy or a girl...so it will be a wonderful surprise..
On this webpage you can see my new apartment,Shahid, my sisters children who where here for a visit recently and pictures of me and the big belly and of some friends...danish, pakistani and icelandic.
Hope you enjoy..kisses Helga Stina
Bumbus
Smá bumbumyndir. Nú er ég komin á 38. viku og farin að bíða aðeins verð ég að segja..keyptum barnavagn hjúin í dag og vorum í hláturskasti yfir að vera að trilla með tóman barnavagn, ég vaggandi eins og lítil önd með kúluna út í loftið og Shahid í hláturskasti. Örugglega fyndin sjón.
Við hjúin héldum matarboð á laugardag. Boðið var upp á blöndu af pakistönskum og íslenskum mat..ógurlega gott. Vinur hans kom og Ester vinkona mín hér úti.
Magga vinkona Helgu frænku kom líka á laugardag í kaffi ásamt dóttur sinni henni Láru(sem ég passaði bæði sem barn og sem ungling hér í den). Magga kom færandi hendi með forláta flotta vatnskönnu fyrir óléttu konuna, fullt af góðum ráðum og pakka frá Helgu frænku. Pakkinn var yndislegur og í honum voru sængurföt, heklað teppi, peysa, húfur og sokkar prjónað og heklað úr garni frá Ömmu stínu..Ólétta konan fór að sjálfsögðu að háskæla enda fannst ömmu Stínu lyktin langar leiðir..ohh þetta var svo notalegt..
Svo kom vinkona Shahids í heimsókn með lítinn frænda sinn...litlinn var svo fallegur að ég verð að láta fylgja eina mynd af honum og Shahid saman..
Hlakka til þegar krílið okkar kemur..áhugaverð blanda hihihi..
læt þetta duga í bili og skelli inn myndum..
knús og koss
fredag den 19. oktober 2007
Ofvirk í blogginu
Datt í hug að setja þessa fínu mynd inn líka. Fór nefnilega á ástralskan stað hérna með Eygló vinkonu og Röggu ÍTR starfsfélaga. Þessi ástralski staður er alveg frábær og þjónustan til fyrirmyndar og maturinn mjög góður. Mæli með honum við ykkar sem eruð að koma hingað...mikið af íslendingum reyndar og þjónninn kunni hrafl í okkar fallega móðurmáli...en það er svo sem ekki hægt að forðast íslendinga hér í borg..erum eins og kínverjarnir...útum allt :)
Kveðja í bili
torsdag den 18. oktober 2007
Innflutningsboð
Þá er næstum allt klárt. Nú er ég meira að segja búin að halda innflutningsboð sem stóð yfir til 3 um nóttina á laugardaginn síðasta..Ein ólétt að dj-ast hálf þrjú að nóttu...ætli það sé eðlilegt:) Það var góð stemning hér í litla kotinu á Tycho Brahes allé 15..sátum við eldgamla flotta borðið mitt sem ég stækkaði og það var svona ítölsk familíustemning við borðið...ostar, vín og gos og huggulegheit..virkilega góð stemning.
Ég skelli nokkrum myndum inn svona í leiðinni.
Shahid er mættur á svæðið, kom á þriðjudagskvöld með flugi frá Porto í gegnum Mallorca. Shahid ætlar að vera hér til allavega 19. nóvember og vera með þegar litli sólargeislinn okkar fæðist og hugsanlega verður hann lengur ef hann fær lengra leyfi frá doktorsnáminu sínu í Portúgal. Við fórum út að borða í kvöld ásamt Svöfu og Ester og vini hans Shahids sem heitir Sherbaz. Við áttum mjög góða stund saman og hlógum mikið..átum yfir okkur af tyrkneskum mat og spjölluðum um Darwin, Himalaya og Benazir Bhutto.
Fékk gleðilegar fréttir í vikunni. Ransý elsta systir og hjúkka ætlar að koma til okkar 31. október til að vera með í fæðingunni helst..verður æðislegt að hafa hana..
Læt þetta duga í bili
lørdag den 13. oktober 2007
Notaleg unglingainnrás
Ég fékk tvo yndislega unglinga í heimsókn síðustu helgi. Helena og Anton litlu frændsystkini mín komu frá Íslandi og þau eru svo sem ekki mjög lítil lengur þessar elskur bæði orðin meira en hausnum hærri en frænka enda hún 17 og hann að verða 17. Anton spurði mig hvort ég hafi alltaf verið svona lítil..eða hvort ég væri farin að skreppa saman...gat nú ekki annað en hlegið því ég hélt það sama um ömmu Stínu þó svo ég hafi nú ekki spurt hana fyrr en hún var rúmlega fimmtug:)..
Þetta var góð helgi og við brölluðum ýmislegt...ég fór að sjálfsögðu með gengið í verslunarferð og börnin trylltust í HM næstum því og svo kíktum við í fleiri búðir og vörum öll gjörsamlega örmagna um klukkan 18. Enduðum á tyrkneskum veitingastað sem ég er hrifin af hérna úti því börnin elskuleg eru ekki alveg í sömu matarpælingum. Helena borðar t.d ekkert með andlit og Anton vill fá sinn heimilismat og engar refjar..tyrkneski staðurinn hentaði sem sagt þeim og óléttunni og við komum sátt og södd út eftir að hafa fengið magadans beint í æð og huggulegheit.
Helena ákvað síðan að aðstoða dönsku aktivistana vini sína í að að fá nýtt ungdomshus í Kaupmannahöfn..hún kom heim eftir táragas of fleira áhugavert en reynslunni ríkari og í heilu lagi sem var mikill léttir fyrir frænkuna óléttu sem er ekki alveg að skilja þessi blessuðu ungmenni nú til dags ;) Við Anton fórum bara í smá túristahring á meðan og hittum hallarverðina m.a og sáum óperuna. Ég finn að aldurinn er að færast yfir þar sem Anton minn var ekki eins áhugasamur og ég um hallir og ferðamannadót..enda víðförull drengurinn.
Sunnudeginum eyddum við í Kristíaníu og skoðuðum og tókum myndir og höfðum það huggulegt...
Í gær var menningarnótt hér í Köben og ég fór fyrst út að versla með Eygló og endaði svo á kúbönskum jazz og kom heim um miðnætti...Er orðin soldið þreytt í kúlunni en líður mjög vel og hlakka bara til að fá Shahid til Köben á þriðjudaginn. Nú fer að líða að því að krílið komi og ég er að klára að gera allt tilbúið fyrir litla sólargeislann. Knús í bili
torsdag den 11. oktober 2007
Óléttan í Köben
Nú eru bara rúmar 3 vikur eftir af meðgöngunni á litla sólargeislanum. Áætluð koma er 4. nóvember en svo veit maður ekki alveg hvernig svona tímasetningar standast. Ég er búin að koma mér fyrir í íbúðinni nýju sem er voða voða fín og alveg agalega notalegt að þurfa ekki að fara upp allar 5 hæðirnar eins og áður heldur bara upp á 2. hæð. Meðgangan hefur gengið vel miðað við allar þær tröllasögur sem ég hef heyrt og mér líður vel..kúlan stækkar en ég ekki eins mikið og ég óttaðist í byrjun hihihi...ég er ekki með mikinn bjúg og þrátt fyrir að vera svolítið þreytt á stundum þá er ég í fínu formi. Fór á fyrirlestra um fæðinguna og brjóstagjöf á Hvidovre hospital þar sem ég mun fæða. það var mjög gott að fá svona yfirsýn yfir hvernig þetta fer fram allt saman og hvernig danirnir gera hlutina. Ég hef jú verið viðstödd keisaraskurð sem túlkur á portúgölsku árið 2003 þannig að ég hef verið svo lánsöm að fá smá innsýn inn í þennan heim. Ég geri ráð fyrir að við Shahid förum svo saman aftur á fyrirlestur til þess að undirbúa okkur saman. Mér fannst frábært að heyra frá ljósmæðrunum að tímarnir hefðu nú breyst því fyrir 20 til 30 árum hefðu allir sem komu að fæðingunni staupað sig fyrir,á meðan og eftir fæðinguna svona til að fagna...smá rauðvín eða bjór var víst ekki vandamál í þá daga...og svo var að sjálfsögðu keðjureykt á fæðingarganginum...alveg stórkostlegt að heyra þessar sögur...læt þetta duga í bili af þessu...Læt fylgja mynd sem tekin var fyrir 2 vikum
Abonner på:
Opslag (Atom)