søndag den 5. oktober 2008

Pictures and videos- Myndir og VIDEO af 11 mánaða stráknum




Kæru allir
Það gengur vel hjá okkur. Gabríel er sáttur á vöggustofunni og er rosalega duglegur og tekur mikð þroskastökk núna.
Það sem er á döfinni hjá okkur er að það er haustfrí og við ætlum að fara að heimsækja Brynju frænku í Berlín þann 15. til 20. október. Tekur 45 mínútur í flugi og voða þægilegt allt saman.

Við eignuðumst litla frænku þann 4.október þegar Magnús sonur Helgu og Ragga og Elva hans eignuðust litla stúlku. Nú verður fjör í fjölskylduboðunum..hefur nú alltaf verið stuð en nú verður kannski meira tætt hihihih

Myndirnar eru teknar hér heima og mér fannst hann bara svo sætur með húfuna að ég varð að eiga mynd til að sýna ykkur. Svo er ég alltaf að reyna að finna lausn á hvar hann getur verið þegar ég þarf að stússast í heimilisstörfunum..fannst ferðataskan ekkert ósniðug og hann skemmti sér konunglega...Minnti bara reyndar á þegar Halli hrekkjusvín lokaði Bellu í ferðatöskunni hér um árið hihihi:)
Knús í bili


__________

Gabríel Noor is doing very well at the daycare and is crawling, wafing and klapping :) These pictures are new of him and he is 11 months old today. You can see some Videos of my brave boy. Take care

3 kommentarer:

Anonym sagde ...

En frábærar myndir af snúllanum. Gaman að fylgjast með ykkur skvís. Knúst´ann:) Knús Perla

Anonym sagde ...

Alltaf gaman að geta fylgst með kútnum, hrikalega fallegur og duglegur. Allir biðja að heilsa. kv Gerða

Anonym sagde ...

Þvílíkur töffari,
er lítið sjarmatröll!
knús Bella