søndag den 26. oktober 2008

Duglegi snúðurinn



Hæ hæ við erum komin frá Berlín loksins eftir smá tafir vegna baksins míns.Set inn nokkrar myndir og svo restina þegar ég er búin að hlaða inn úr vélinni:)
Litli kútur er farin að gera svo margt skemmtilegt og mér finnst hann svo rosalega klár. Hann klappar t.d alltaf þegar hann vaknar og veit að mamma ætlar að taka hann upp úr rúminu. Hann veit hvað bolti er og nær í hann þegar mamma spyr hann hvar boltinn sé...Hann elskar að láta elta sig og hlær alveg rosalega þegar mamma fer á hnén að elta hann og breytir sér í ljón og hann er hrifin af ljónum allavega miðað við að sjá heimildarmynd um ljón sem hann virtist hafa mjög gaman af. Svo er hann farinn að myndast við að lyfta sér upp og styðja sig við borð og fleira...Hann er ekki hræddur við ryksuguna heldur fylgist af miklum áhuga með þegar mamma ryksugar..og hann er soldill gikkur..vill ekki borða allt heldur bara það sem hann getur sjálfur stungið upp í sig. Verður að fara að læra að borða sjálfur með skeið fljótlega hihihih
Segi ferðasöguna í næsta bloggi..
knús í bili
p.s þetta er nú bara til að minna aðeins á okkur..

4 kommentarer:

Unknown sagde ...

Hæhæ kæru mæðgin

Mikið rosalega eruð þið sæt og krúttleg. Bestu kveðjur frá Íslandi, Steinunn.

Anonym sagde ...

Hæ elsku Gabríel Noor okkar,
innilega til hamingju með eins árs afmælið þitt, ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða, finnst svo stutt síðan þegar við fengum fréttir af því að þú værir komin í heiminn. Það er smá pakki á leiðinni í póstinum.
Risaknús og kossar,
Anna Eygló og familía

Anonym sagde ...

Elsku Gabíle okkar.

Hjartans afmæliskveðjur á fyrsta afmælisdeginum þínum. Stórt Stubbaknús frá Sylvíu og foreldrum.

Anonym sagde ...

Til hamingju með afmælið á miðvikudaginn Gabríel sæti :) Okkur hlakkar til að hitta þig og mömmuna þína um jólin :)

Kveðja,
Maggi, Elva og litla skvísan