torsdag den 25. september 2008
Vöggustofustrákur
Blessuð og sæl kæru öll
Nú er kúturinn byrjaður á vöggustofu og búin að vera í rúma viku. Hann virðist vera mjög ánægður og byrjar strax að leika sér þegar hann mætir á morgnana. Mamma hans var soldið meir fyrstu dagana en er að ná sér...soldið skrítið að litla barnið manns sé hjá ókunnugum og svo fannst mér öll hin börnin eitthvað svo stór og brjáluð hihih En þetta gengur vel hjá okkur félögunum og frábært að geta núna unnið hérna heima og stússast soldið meðan hann leikur sér við krakkana. Hann er búin að taka þvílíkt þroskastökk síðan hann byrjaði í vöggustofunni..Byrjaði að skríða um morguninn þegar hann byrjaði þar..svo er hann byrjaður að vinka og eins að klappa...klappar fyrir öllu í augnablikinu..rosalega skemmtilegt.:)
Ég byrja að kenna 7. okt í Östrigsgadesskole og verð að kenna 4 daga í viku þar og svo laugardaga í Íslenskuskólanum. Gabríel Noor verður passaður af Meinhild á laugardögum og er alveg eins og blóm í eggi hjá henni og svo verðum við í fríi á mánudögum saman.
Ég skelli inn nokkrum myndum núna af vöggustofu stráknum mínum duglega ásamt Meinhild og syni hennar. Einnig er víst nóg til af myndum af honum hér heima að strumpast...Það má sjá mynd af leiðinni okkar fallegu sem við göngum á vöggustofuna. Nú er ég búin að fá nýtt hjól og barnasæti fyrir kútinn og við byrjum að hjóla saman fljótlega:)
Knús og kossar í bili
p.s Læddi inn einni af Önnu Eygló(sem er að verða mamma í annað sinn hurrah hurrah) ásamt kútunum tveim síðan heima á Íslandi..þessi var tekin á símann...
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
5 kommentarer:
Hæ elskurnar! Kíkji alltaf á síðuna ykkar en er löt að "kvitta". Mikið skil ég hvað það var erfitt að skilja litla barnið sitt eftir í pössun í fyrsta sinn - ég fékk þvílíkt kvíðakast. En merkilegt nokk þá venst þetta furðu fljótt. Ég sakna ykkar mikið - getur þú tekið vídeo af Gabríel að skríða? Vil ekki missa af því fyrst við sjáumst ekki fyrr en um jólin og þá verður hann kannski farinn að ganga.
ástarkveðjur, Ransý yfirfrænka
Hæ hæ sæti kroppur, frábært að heyra hvað gengur vel hjá þér á Vöggustofunni. Enda kemur það ekki á óvart ef þú ert sama félagsveran og hún sæta mamma þín.
Knúsaðu hana múttu þína frá mér.
kv. Anna Eygló
Duglegur strákur hann Gabíle. Og mamman dugleg líka...njóttu þess að hafa smá tíma fyrir sjálfa þig þangað til þú byrjar að vinna. Saknaðarkveðjur frá Laugarvatnsbúum.
Hæ hæ
Gaman að sjá hve genin eru góð við strákinn :) Hann hefur tótallí lúkkið okkar...
Kv. Héðinn
Alltaf gaman að skoða myndir af fallega prinsinum þínum. Knus
Send en kommentar