Kæru allir
Sendi saknaðarkveðjur eftir hreint frábæra daga heima á Íslandi. Það var svo gott að hitta ykkur öll.
Ég set inn fyrsta holl af myndum núna enda tók ég svo margar að ég set þær inn í 3 hlutum.
Hér gengur lífið sinn vanagang..Ég er byrjuð að kenna íslenskuna á laugardögum og kúturinn byrjar á vöggustofu á þriðjudaginn í aðlögun og ég vona að honum líki vel og að allt gangi vel. Hér er heimasíða vöggustofunnar fyrir þá sem vilja kíkja á staðinn
http://www.amager-elverhoj.dana7.dk/169-velkommen.htm
Myndirnar eru m.a af Litla kút með Ísaki Grétari vini sínum, Nölu kisu, ömmuló og afa Friðjóni, Helenu og Benna og af Helenu dóttur Beggu vinkonu að mata hann...hún er 4 ára og rosalega dugleg. Við hittum einnig Dag Mána barnabarn Sigfríðar og þeir voru voða sáttir við hvorn annan á Hverfisgötunni.
Við fórum að taka á móti handboltastrákunum okkar og það var rosalega skemmtilegt..fórum fyrst á kaffitár og hittum H0nnu, Sif og Svövu og krílin þeirra.....Einnig fórum við í mat til Svövu Maríu og co og drengurinn át yfir sig af spagettíinu hennar Svövu...nenniru að senda mér uppskriftina þína svava því hann borðaði ekki eins vel af minni hihihihih
knús í bili
Knús í bili frá okkur og farið vel með ykkur, saknaðarkveðja
Hej these are some pictures from our wonderful trip to Iceland...We stayed for 12 days and a lot of things happen. In these pictures you can see the little one and me with his friends and family and the family cat Nala
Will put more pictures soon...this is just part one of our trip in Iceland...take care
mandag den 8. september 2008
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
4 kommentarer:
Elsku mæðgin!
Takk fyrir síðast, mikið rosalega var gaman að hitta ykkur. Vonandi gekk ferðalagið heim til Köben vel. Nú er nóg að gera hjá ykkur næstu mánuðina og við hlökkum til að sjá ykkur öll um jólin, ef ekki fyrr..... Saknaðarkveðjur úr Vesturbænum, fyrrum Köbenkubbarnir :)
Hæ elsku Helga Stína!
Velkomin aftur til DK. Gaman að lesa um ykkur af og til! :)
Er viss um að allt eigi eftir að ganga vel á vöggustofunni, þetta verður sennilega verst fyrir mömmuna...
Risaknús,
Ingileif.
P.S. Hlakka til að hitta ykkur bráðum.
Hæ elskurnar mínar og mikið var nú gaman að fá að hitta ykkur svona oft á meðan þið voruð á Íslandi.
Hlakka til að heyra hvernig gengur með aðlögunina hjá litla kút.
knús, Anna og Ísak Grétar.
Hæ, mig langar að fá að heyra og sjá meira frá Íslandsferðinni ykkar! Síðan langar mig að heyra hvernig gengur í aðlöguninni á vöggustofunni..... það er svo mikið að gera hjá ykkur.... gaman gaman. Vona að allt gangi vel :) Gubbupestarkveðjur svavamaría.
Send en kommentar