lørdag den 2. august 2008

Júní og júlí snúður























Kæru vinir
Nú er kúturinn litli að verða 9 mánaða á þriðjudaginn..Tíminn flýgur áfram. Hann er búin að fá pláss á vöggustofu frá september og ég geri ráð fyrir að hefja aðlögun þar um miðjan september.
Við ætlum að koma heim 23. ágúst til 5. sept. Við ætlum að vera hjá Beggu vinkonu og co í Sigluvoginum. Þau voru svo yndisleg að bjóða okkur íbúðina í kjallaranum á meðan við erum heima.
Myndavélin mín er ekki lengur að virka svo ég hef tekið myndir á nýja símann minn...þær eru nokkuð góðar og ég gef ykkur nokkur sýnishorn núna á síðunni. Litli kútur er komin með 4 tennur og brosir soldið skakkt því hann er ekki alveg að fatta hvað þetta er uppí munninum hans. Hann gnístir líka stundum og verður voða hissa á svipinn. Hann er mikill músíkmaður og dillar sér við tónlist sem við spilum hérna heima...er voða hrifin af Teiti færeyska held ég hihih...

Sif vinkona var hjá okkur síðustu helgi og það var alveg yndislegt. Veðrið lék við okkur og við fórum mikið út að labba og vorum örmagna á kvöldin...Köben er líka alveg dásamleg í svona góðu veðri og þá gerir maður sér grein fyrir hvað við búum á góðum stað þar sem stutt er í allar áttir.

Shahid kom aftur til okkar á miðvikudaginn og veðrið lék ennþá við okkur. Hann verður til 23.ágúst og við ætlum að njóta sumarsins, fara í dýragarðinnn og fleira skemmtilegt.

Helga og Raggi ætla aðeins að kíkja við hjá okkur á mánudaginn á leiðinni heim til Íslands..

Myndirnar eru m.a af boði heima hjá Ingileif og co í sveitinni..alveg yndislegur staður rétt hjá Kokkedal(Anna og Dóra muna þann stað vel held ég). Einnig eru myndir af vinkonu okkar henni Ester og sjálfsögðu af Sif og pabba Shahid(Abu á urdu :))Við héldum kveðjuhóf fyrir Dodda, Völu og Sylvíu í lok júní og Sabrína, Ellert og Lilja komu líka..sem sagt brjálað geym hér á bæ og matur upp um alla veggi enda krílin á aldrinum 7 mánaða til eins og hálfs árs hihih. Við kíktum líka á Pétur og Lenu í bátinn og það er ljóst að drengurinn er meiri sjóari en mamma hans...Það var svo notalegt að sitja í yndislegu veðri og njóta veðursins í höfninni við Holmen.
Knús og kossar í bili og endilega kommentið...



Athugið að elstu myndirnar eru neðst á síðunni.

______________

Hej all
Finally some pictures on the site. My camera is broken so these are pictures that I took on my phone..


We have been busy in june and july..

We had some of Gabríel Noors friends here Sylvía and Lilja. They are 1 and a half year old and 8 months. The dinner was really nice...food over the whole apartment but alot of joy:)
We went to visit Uncle Pétur and Auntie Lena in their boat the other day. It was a wonderful day and really cozy sitting in the boat and chat...and the boy is more of a sailor than his mum..for sure hihih..

Sif my friend came for a visit last weekend and we enjoyed the wonderful weather and went all around town..

Shahid is here now with us and will be until the 23th of august when he leaves for Portugal and we for Iceland.

Gabríel Noor will start his kindergarten in september....will be nice for him to play with the kids and meet new people...:)

The pictures are of alot of things...we went to our friend Ingileif and her family out in the countryside and had a wonderful day with pancakes and barbeque:)

Take care and please comment on our site:)

1 kommentar:

Anonym sagde ...

áfram með elskeríið!!!

stórt knús til ykkar
ester