onsdag den 20. august 2008

busy week





















>
Við erum búin að vera dugleg í vikunni. Fórum til Helsingborg á sunnudaginn og hittum Pétur, Lenu og Harry hund. Það var afskaplega huggulegt og gaman. Litli kútur lék sér í eldhúsinu hennar Lenu að pottum og pönnum. Hann hlakkar mikið til að gera slíkt hið sama hjá Ömmuló heima á Íslandi og hjá afa Friðjóni og Guðnýju:) Við hittum líka Trine vinkonu á laugardaginn og ég fór út að borða og á smá rall...enda kominn ´timi til og pabbi heima með kút í notalegheitum.

Charlotte vinkona kom í brunch hérna á mánudaginn og við fórum í dýragarðinn í gær. Gabríel Noor var hrifnastur af mörgæsunum höldum við og vildi hreint ekkert fara frá þeim. Hann var sofnaður áður en við sáum apana og birnina en hann sér þá bara seinna. Mikið að móttaka þegar maður er bara 9 mánaða í fyrsta sinn í dýragarðinum. Reyndar er hann hrifnastur af því að horfa á vatn, gosbrunni og vötn..kannski hann verði sundmaður drengurinn??..nema þetta sé sjómannsblóðið í æðum...hmmm

Litla tætirófan mín elskar að taka upp úr töskum og körfum..aleg brjálað að gera hjá honum stundum í þvi. Hann er að taka tennur núna og er voða pirraður og lítill litla skinnið stundum.

Læt fylgja myndir af okkur í viðburðum vikunnar...

Svo má heldur ekki gleyma að við hörfðum á landsleikinn í dag á móti Pólverjum ásamt Sigfríð og Þresti sem eru hér í fríi og búa í íbúðinni hans Andreasar...

Kveðja í bili...og við komum heima á laugardaginn jibbíiii...
p.s Kúturinn er mjög félagslyndur og við hittum unglingspilt í strætóskýli og Gabríel Noor varð rosalega spenntur og hristist allur og vildi fara til þessa stráks..við fengum leyfi til að taka mynd og eins og þið sjáið heldur hann í strákinn..svona til að vera viss um að hann hlaupi nú ekki í burtu hihih
______________

Hey all.
We have had a busy week. We went to Helsingborg Sweden to visit my uncle and aunt Petur og Lena and the famous dog Harry...

We went to the zoo yesterday and the little one enjoyed it alot...was very happy about the penguins and a little scared of the elephants(very big animals of course:))

We have had some visits and watched the game in handball today between Iceland and Poland..very nice to see Iceland go to the semi final at the olympics....and even better when we knew that the danes didn´t hihihih hohohoho...sorry my dear dane friends....I had to :)

kisses and hugs. Me and the little one are leaving for Iceland on saturday...will be wonderful as usually:)

1 kommentar:

Anonym sagde ...

hæ hæ Helga Stína og Gabríel, þú ert búin að stækka ekkert smá mikið. Langar svo að vita hvenær þið komið til Íslands, væri gaman að hitta ykkur. Endilega sendu mér línu á saeunndb02@ru.is ef þið eruð á landinu.

kveðja Sæunn og Svanfríður Dögg
http://svanfridur.barnaland.is/