torsdag den 17. juli 2008
Ýmsar myndir
Nú fór í verra því myndavélakortið mitt er bilað eða ónýtt og ég næ ekki öllum myndunum út því miður. Reyni að finna út úr því og vona það besta. Myndirnar sem teknar voru með pabba hans eru enn á kortinu en við tökum bara nýjar í ágúst:)
Sendi það sem ég hef, m.a af kútnum að lesa með Meinhild vinkonu og Sabinu dóttur Henriette vinkonu og eina af honum með Gyðu sem bjó í húsinu en er farin heim aftur til Íslands..við söknum hennar hérna..
. Einnig eru myndir af æðislegri ferð í Kongens have í góða veðrinu í júní þar sem besta vinkona hans Gabríels Noors hún Sylvía( ári eldri en hann) var voða dugleg að passa hann og sýna honum trix:) Sylvía er að flytja heim á frón núna á morgun ásamt mömmu sinni og pabba(Vala og Doddi) og eigum við eftir að sakna þeirra mikið.
Það gengur mjög vel með snúðinn. Hann dafnar vel og er orðinn soldill bolti síðan hann hætti á brjósti fyrir tæpum mánuði síðan. Hann er orðinn 8.9 kg og 68 cm og komin í stærð 74 til 80. Hann er svo glaður strákur og farin að dilla sér við tónlistina sem mamma spilar fyrir hann...frábær tónlistarsmekkur að sjálfsögðu hihih(þetta var bara skot á Dodda tónlistarsnobbara)
Shahid var hjá okkur í 4 daga í síðustu viku og það fór vel á með þeim feðgum. Við fórum í göngutúra og út að borða m.a. Vorum samt mest í huggulegheitunum heima. Hann kemur aftur 30.júlí í 3 vikur.
Í dag var kveðjuveisla fyrir Sylvíu og co hérna hjá okkur. Einnig kom Lilja Ellerts og Sabrinu dóttir sem er 4 dögum yngri en Gabríel Noor. Litla kotið var sem sagt fullt af krílum, dóti og voðalega huggulegt. Boðið var upp á lasagna og lagköku með hindberjum, bláberjum og ananas..mmmm....Kúturinn smakkaði bláber í fyrsta skipti og var fljótur að gretta sig ægilega og skyrpa því langt langt út úr sér..
Knús í bili og við eigum flug heim þann 23. ágúst til 5.sept....
___________________________
Hej all
The camera card is a mess so I couldn´t get all the pictures out...will not give up though..Will put them on the page if I can get them out...
We have had busy days here in Copenhagen. Shahid was here for 4 days and will be back the 30th of this month for 3 weeks.
We went to Kings garden a few times and had wonderful time with our friend Sylvía and her parents. Sylvía is one year older than Gabríel Noor and is teaching him some trix and is eager to help him ..she is so big of course.
Today we had dinner party for Sylvía and her parents because they are moving to Iceland tomorrow...We will miss them so much but look forward seeing them soon in Iceland. Lilja Ellerts and Sabrinas daughther was here too with her parents..she is 4 days younger than Gabríel Noor...So we had alot of fun here...alot of toys everywhere and cute sounds all around:)
We are going to Iceland on the 23. of august for 13 days...will be wonderful to see everyone again.
Gabríel Noor is so much bigger now..he is not drinking from the breast more..and likes to eat alot of normal food.and loves his bottle also...He is such a happy baby..:)His weight now is 8.9kg and length is 68 cm.
kisses and hugs..
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
2 kommentarer:
Halló elskurnar. Takk fyrir frábæra kveðjuveislu, Helga Stína! þú ert snilli í eldhúsinu, vorum alveg að springa eftir lassanjað og kökuna. Söknum ykkur strax, þúsund knús
Valgerður og co.
Hæ Gabríel Noor ofurkrútt, hefði verið til í að vera í veislunni ykkar í gær, ég veit hvað hún mamma þín gerir gott lasagne.
Æðislegar sumarmyndirnar af þér.
Knús Anna Eygló frænka
Send en kommentar