mandag den 3. december 2007

Snúður











Nú fer að liða að því að við komum heim á frón í 2 mánuði og ég get ekki beðið. Litli kútur dafnar vel og er alveg yndislegur og góður..sefur eins og ljós á nóttunni og drekkur vel og kíkir í kringum sig þegar hann er vakandi á alla þá stórmerkilegu hluti sem til eru í heiminum hans. Við erum nokkuð dugleg að fara út að labba og förum að versla og dúllast. Fórum meira að segja í afmæli á laugardaginn út á Nörrebro til hennar Trine..það var afar huggulegt og Gabríel Noor var ánægður með að vera í heimsókn..líður vel í kringum fólk eins og mömmunni..
Myndirnar eru af Bjarka og Gerðu sem komu í heimsókn á föstudaginn og það var æðislegt að fá þau. Ein mynd af snúðnum með nýju húfuna frá Eygló..sem er soldið´stór enn en æðisleg..svo er ein mynd af Gabríel Noor með Ester hjálparhellunni okkar hérna..og svo ein þar sem hann setur í brýrnar eins og mamma hans gerir stundum...ekkert smá sætur svona reiður líka....hihih
Læt þetta duga í bili
knús

Me and Gabríel Noor are going to Iceland on the 14th of december for 2 months. It will be great to meet the family and friends in Iceland and introduce them to the new babyboy. These pictures are of some more visits and the first one of Gabríel Noor a bit angry in the face...very cute when he is angry too..hihihih
kisses

4 kommentarer:

Wendy sagde ...

I love the 3rd photo. The little prince looks very concerned about something!

Unknown sagde ...

Hæ hæ, alltaf jafn sætur hann Gabríel , er alltaf að kíkja á nýjar myndir. Það er svo gaman að getað fylgst svona vel með ykkur.
Hafðu samband þegar þú kemur, verð að kíkja á litla snúð og knúsa hann aðeins :)
kv. Rut

Unknown sagde ...

HÆhæ, mikið eruð þið sæt mæðginin! Fæ vonandi að sjá eitthvað af ykkur á Íslandi.
Kveðja
Steinunn

Helga Stina sagde ...

Elsku Steinunn. Sendi mail á gmailið þitt um daginn en það hefur líklega ekki borist þér. Takk fyir öll kommentin og að sjálfsögðu sjáumst við heima og ég hlakka til að koma og sjá litla sæta kotið ykkar Helga ef ég má..knús og kossar og ég er með 6601226 heima á Íslandi..sendu mér gjarnan þitt númer á email ef hægt..vonandi gengur ykkur allt vel..bestu kveður frá okkur