Litli Gabríel Noor er búin að upplifa margt nýtt í þessarri viku enda orðin alveg rúmlega mánaðargamall þessi elska.
Hann er farin að hlusta á Dýrin í Hálsaskógi..fór í fyrsta skipti í skóla(heimsókn í skólann hennar mömmu), fór í fyrsta skipti í sendiráð, fyrsta skipti í Jónshús og hlustaði á Abba í fyrsta skipti og dansaði við mömmu. Það er ekkert grín að vera lítill og nýr í þessum heimi, svo margt sem þarf að kynnast og sjá.
Að auki gengum við í sakleysi okkar niður í bæ í jólaösinni á laugardegi...ekki góð hugmynd og ég félagsveran varð bara alveg innhverf og leið hreinlega ekki vel í þessum látum..Aðdragandi jólanna er að m0rgu leiti geðveiki hér eins og annarsstaðar..og jólin svona yndisleg eins og þau eru og friðsæl..maður verður bara að reyna að anda inn og út og horfa á ljósin fallegu..fá sér góðan kakóbolla og hugsa fallega til sinna nánustu...þá er mögulegt að ná smá frið í sinni í þessum aðdraganda...þannig leið mér allavega í dag...knús og kossar..engin mynd í dag en kemur meira seinna...og mikið rosalega hlakka ég til að koma heim til Íslands...
lørdag den 8. december 2007
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
2 kommentarer:
Halló!
Góða ferð til Íslands ef ég heyri ekki í þér áður.
Hvað verður heimilisfangið þitt á Íslandi um jólin?
Knús,
Ingileif.
Send en kommentar