lørdag den 10. november 2007

Lítill sólargeisli











Kæru vinir og fjölskylda.
Nú erum við komin heima af spítalanum öll þrjú. Lítli krílus kom í heiminn þann 5. nóvember klukkan 03.20 að nóttu og var náð í hann með keisaraskurði. Hann var 3600 gr að þyngd og 56 cm að lengd.

Við komum fyrst hem í gær af spítalanum og líður öllum mjög vel.

Hér má sjá nokkrar myndir af undrinu okkar sem er alveg yndislegur, vær og fallegur og falleg blanda af báðum foreldrum held ég bara:)

Knús og kossar og takk kærlega fyrir allar góðu kveðjurnar til okkar.

6 kommentarer:

Svava María sagde ...

Sæl litla fjölskylda!
Hamingjuóskir enn og aftur með prinsinn ykkar. Hann er svo fallegur og yndislegur. Æðislegar myndir!
Bestu kveðjur frá Köbenkubbunum, Svava María, Snorri Pétur, Jóhanna Björk, Einar Elís og Kolfinna Björk.

Unknown sagde ...

Hæ litla fjölskylda, hann er æði litli prinsinn svo mikið krútt og fallegur.
Ég verð alveg sjúk langar svo að taka hann í fangið.
Aftur til hamingju með litla gullmolann.
kv. Rut og co

Unknown sagde ...

Veistu Helga mín að þetta er það fallegasta barn barn sem ég hef séð ( fyrir utan mín). Hann er eins og engill á einni myndini, að minnsta kosti eins og ég ímanda mér að engill líti út. Til hamingju með engillinn og skilaðu kveðju til Sahid mohameðsson og líka til hjúkunar þú veist þessari sætu þarna. bæbæ Óli Þröstur eða mágur

Unknown sagde ...

vá, hann er yndislegur, innilega til hamingju með drenginn, bíðum spennt eftir að kynnast honum
Famiglia Tani, Hagamel

Unknown sagde ...

Elsku Helga Stína.
Innilega til hamingju með þennan yndislega fallega dreng.
kv. Inga Mjöll

Unknown sagde ...

Hæ fallega fjölskylda,
innilega til hamingju með Gabriel Noor, fallegt nafn á yndislegan dreng. Get ekki beðið eftir að fá að knúsa hann þegar þið komið í desember.
Bkv. frá Önnu Eygló, Finnboga og Ísak Grétari.
Ps.Þeir verða góðir saman Ísak Grétar, Dagur Steinarr og Gabríel Noor: skytturnar þrjár :o)