onsdag den 28. november 2007
Fyrsta matarboðið
Okkur Gabríel var boðið í matarboð út í Vanlöse á sunnudagskvöldið til mömmu og pabba Andreasar vinar okkar. Þetta var agalega huggulegt og við fengum góðan mat og áttum notalega stund. Litli Gabríel stóð sig eins og hetja..svaf í bílnum á leiðinni og var til fyrirmyndar þessi engill. Það er heldur ekki hægt annað en að verða skotin í honum þegar hann horfir á mann með þessum stóru fallegu augum sínum og glottir út í annað eins og hann gerir stundum.
Set inn nokkrar myndir úr matarboðinu og af gestum sem hafa heimsótt okkur. Andreas og Trine hafa komið nokkrum sinnu, Ingileif og Júlíus litli komu líka, Meinhild vinkona og Charlotte, Pétur og Lena frá Helsingborg og Sibbi fyrrum vinnufélagi minn hjá ÍTR. Ég náði ekki að festa alla gesti á filmu en set inn það sem festist. Það er eitthvað takmark á hversu margar myndir ég get sett í einu svo ég geri þetta í smáskömmtum..
Við komum heim á frón þann 14.des og verður til miðs febrúar. Verður æðislegt að koma heim.
Knús og kossar
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
Ingen kommentarer:
Send en kommentar