Nú er ég búin að átta mig á að þetta er ansi hreint sniðug blogleið og því mun ég reyna að nota þessa síðu í nánustu framtíð. Mig langar bara að taka fram að magn er ekki sama og gæði og ég vel fremur gæði í blogsíðuskrifum en að skrifa bara einhverja óttalega steypu með kommentum á mögulega og ómögulega hluti. Ég er soldið tryllt í skapinu eftir að ég varð ólétt...reyni að kenna því um :) og legg það því ekki á neinn mann að ég missi stjórn á skapi mínu svona skriflega..gæti orðið katastrofa...lofa þó engu:)
Ég er nýflutt í nýja íbúð hérna úti á Amager, bara í stigaganginn við hliðins og á 2.hæð að þessu sinni. Gestir mínir verðar eflaust glaðir eins og ég að þurfa ekki að þramma upp á 5.hæð til þess eins að komast í kaffitárskaffið mitt og spjall. Þegar svona langt er liðið á meðgönguna verð ég að viðurkenna að ég er mjög fegin að þurfa ekki að rogast með innkaupapoka og annað svo hátt upp lengur.
Það gekk á ýmsu með að skipta um íbúð og ég er búin að hóta að flytja heim til Íslands margoft eftir samskipti við iðnaðarmenn, bankastarfsmenn og fasteignasala hér í borginni. Þjónustulundin hér er ekki alltaf góð..svo vægt sé til orða tekið og stundum held ég að fólk standi í þeirri meiningu að það sé að gera manni einhvern svakalegan greiða þegar ég er að sækjast eftir þjónustu, versla inn eða spyrjast fyrir...sumir vilja meina að þetta sé ríkt í dönsku þjóðarsálinni en þar sem ég er mjög jákvæð að eðlisfari get ég nú ekki stimplað heila þjóð ....en mikið djö...hefur mig langað til þess upp á síðkastið. Gott dæmi um þetta er bankakerfið...Ég þarf að fá upplýsingar frá þjónustufulltrúanum um eitthvað. Ég hringi og viðkomandi er á fundi allan daginn. Þá sendi ég mail sem er svarað tveim dögum síðar með því að viðkomandi hringir í mig á vinnutíma mínum...þegar ég hringi aftur er viðkomandi á fundi allan daginn. Ég segi nú bara guð sé lof fyrir SPRON sem hefur mjög hátt þjónustustig miðað við þetta bull. Mér varð á orði við leiðinlegan bankastarfsmann um daginn, því mér ofbauð dónaskapurinn, að hann ætti að átta sig á því að launin hans væru greidd meðal annars af þeim vöxtum sem bankinn græðir á fólki eins og mér sem er að kaupa íbúðir, eitthvað annað eða eyðir bara eins og bestíur(eins og ég). Þá var fátt um svör og ég held ég sé ekki mjög vinsæl í bankanum í dag....en mér er bara alveg sama...Ímyndið ykur að vera mállaus í svona landi og geta ekki einu sinni rifist..ég myndi klikkast svei mér þá.
Annað dæmi er um píparann sem starfar í klósettbúðinni þar sem ég keypti klósett fyrir 2 árum. Klósettið bilaði og ég fór og spurði hvort ég gæti ekki græjað þetta. Hann sagði að það væri bara kalk fast í einhverjum dimsa þarna og ég bað hann að sýna mér á öðru klósetti í búðinni hvernig þetta væri losað úr. Maðurinn var handleggsbrotinn en datt ekki i hug að fá félagas sína til aðstoðar heldur bauð mér að hann myndi koma og græja þetta, því hann gat ekki sýnt mér...hann myndi einungis rukka mig um 1200 danskar fyrir þetta...og þegar ég spurði hann hvort fólk þyrfti að kalla til pípara á nýtt klósett reglulega..þá sagði hann...við þurfum nú að lifa af einhverju....hihihihi....ég braut bara á honum hina höndina...fannst ykkur það kannski of gróft..Ætla að reyna að hætta vera svona politically correct alltaf..miklu skemmtilegra að segja bara hlutina án þess að hugsa sig um...svei mér þá
.Læt þetta duga af pípi í bili...knús og koss frá pirringskonunni
onsdag den 19. september 2007
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
6 kommentarer:
What an interesting blog... and if it were in English I'm sure it would have been even more so :) hihihi
You need to make allowances for your poor non-Icelandic friends!
Til hamingju með nýja bloggið. Hlakka til að lesa það DAGLEGA og bíð spennt eftir öllum myndaseríunum sem þú ætlar að setja hér inn. Vertu dugleg að segja okkur af daglegu lífi í Kaupinnhöfn nú þegar þú ert komin í orlof. Ekki láta þig dreyma um að þú eigir ekki eftir að lenda í ævintýrum þegar þú ferð að versla fyrir krílus. Þetta er DANMÖRK !
Ein athugasemd (nú byrja ég að bögga eins og Dani he he). Hvað á það að þýða að þurfa að stofna reikning (account) til að geta sett inn athugasemdir á þessa síðu, fröken góð ? Mér er illa við að stofna til reikningsviðskipta og á auk þess eftir að steingleyma aðgangsorðinu áður en langt um líður. Kraft ædeme...
Elsku Helga Stína!
Til hamingju með þetta nýja fína blogg! Ég kom mér einhvern veginn aldrei inn á hitt bloggið, svo ég er fegin að hafa fundið leið inn á þetta!
Hlakka til að sjá nýju íbúðina!
Stóllinn bíður eftir þér, verðum að mæla okkur (tíma)mót!
Knús,
Ingileif.
Blessuð vinkona!
Gaman að skoða bloggið þitt, hlakka til að sjá myndir af nýju íbúðinni og svo krílusnum.
Knús
þín Halldóra
Jæja, Helga Stína!
Hvernig væri nú að setja inn nýja færslu af bloggi?! Ég veit að magn er ekki sama og gæði...en samt!
Kemurðu bráðum í heimsókn, annars?
Knúslí,
Ingileif.
Send en kommentar