lørdag den 14. februar 2009

Komnar 18 tennur - 18 teeth





















Hæ elskurnar.
VIð fengum frábærar heimsóknir í þessarri viku og gerðum margt skemmtilegt.

Á sunnudeginum fór ég í Sambaskóla til að hrista mig smá og það var alveg meiriháttar. Fór með Kristine nágranna og svo hittum við annan nágranna okkar óvænt sem einnig var ða prófa í fyrsta skipti að dansa í svona hóp. Við æfðum fyrst í klukkutíma og fórum svo og sýndum á eftir fyrir allan hópinn..alveg ódrukknar...hihihih...svei mér þá átti ekki von á að ég myndi þora þessu en þetta gat ég hihihi...

Við fórum í sund á mánudaginn þar sem litli kútur var rosa duglegur að fara í kaf með opin augun. Birgitte og Emma dóttir hennar komu og gistu hjá okkur í 2 nætur. Emma er 2 ára og ef þið munið eftir myndinni þar sem Gabríel fékk fyrsta kossinn, þá er hún sú sem er svona skotin í honum :) hiihih Þau léku sér saman sem var mjög gaman að sjá og fyndið hvað hann leit upp til hennar því hún er jú miklu eldri en hann þó hún sé soldil písl. Hann lætur þó ekkert vaða yfir sig og lét alveg í sér heyra ef hún var eitthvað að frekjast í honum. Þau voru t.d að tæta upp úr innkaupapokunum og elta hvort annað um alla íbúð og voru alveg í hláturskasti:)

Á þriðjudaginn fórum við saman til Roskilde með gögn sem ég þurftir að skila, svo hittum við Emmu og Birgitte í bænum.

Á miðvikudaginn fór ég til Malmö með Trine og átti frábæran dag.

Á fimmtudaginn var ég heima að stúsast og fór í smá yfirhalningu á snyrtistofuna í götunni.., við fórum einnig í mat til ömmu Birgitte vinkonu....

Á föstudaginn var ég einnig heima að stússast og svo fórum við kútur í langa göngu..

Í gær laugardag fórum við í smá túristaferð með nokkra Erasmus stúdenta frá Roskilde og það var ægilega notalegt í skítakulda. Um kvöldið komu svo Ragga Helga og Jónas hennar til okkar í mat og það var alveg frábært að hitta þau og drekka smá rauðvín og hvítvín og hlægja soldið duglega.:) Set inn smá myndir af viðburðum...Og EYgló mín...Saga Helgu kemur í næstu viku...er að safna gögnum hihihi

p.s Það eru komnar samkvæmt minni talningu 18 tennur í kútinn..hann veit ekki alveg hvað hann á að gera við þetta allt saman en æfir sig bara :)

_________
Gabríel Noor has now..if I am counting right, 18 teeth which is alot compared to his age I understand.

This week has been very nice and we have enjoyed it with Birgitte and Emma her daughter at 2 where she and Gabríel have been playing alot and laughing. We went to the swimmingpool and Gabríel was doing a great job, diving and wasn´t scared of the water at all.

I went to Malmö with Trine on wednesday and we had a wonderful time. Me and Gabríel Noor went on a adventurous trip together to the university on a very old train in a very cold weather. Then I took some tourist from the University on a sightseen on saturday and we had a great visit at night, redwine and nice food with Ragga and Jónas.

I´m starting my lectures on monday and am very happy about that. Have alot of reading to do and am hoping everything will be well:)
Take care

3 kommentarer:

Unknown sagde ...

18 tennur! Vá! Hélt að 16 væru svona passlegt...en sumir þurfa bara fleiri! :)
Hlakka til að sjá þig bráðum.
Knús,
Ingileif.

Svava María sagde ...

Hæ, alltaf gaman að skoða myndir og lesa fréttir af ykkur. Ég held að Kolfinna Björk sé komin með 12 tennur alveg en það eru fjórar á leiðinni núna, vígtennurnar :)

Anonym sagde ...

18 teeth!??!! Wow! He's ready for steak!

I will tell Becky she has some catching up to do. She has only 8 so far :)