søndag den 30. november 2008

Hjólastrákur og fleira








HÆ elskurnar
Litli kútur og ég hjólum yfirleitt á vöggustofuna og tökum því rólega og gefum okkur góðan tíma því það er soldið mikil umferð. Við erum svona 5 mín að hjóla. Svo þeysist ég í vinnuna svo þetta er voða þægilegt.
Tókum smá myndir ég og Charlotte vinkona á leið heim einn daginn á símann mínn. Þær eru ekki nógu góðar, Gabríel er eitthvað skelkaður á svipinn hihih þannig að ég set inn aðrar betri myndir fljótlega. Svo keypti ég ljós sem mig var búið að langa í lengi og set líka myndir inn af því..ekta svona hugguljós á aðventunni. Í dag erum við að fara í bæinn aðeins að jólast við kútur og svo í afmæli til Trine sem verður 35. Ætla að gefa henni Karítas án titils á dönsku bókina..sem ég sá í bókabúð hér....knús og miklar saknaðarkveðjur til ykkar...komum heim eftir 23 daga :)

Sunnudagsmorgnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessa stundina þar sem við kútur erum bara að dúllast aðeins, hlusta á rólega tónlist og hafa það notalegt...hann er að fara að lúlla núna fyrri lúrinn sinn...

3 kommentarer:

Svava María sagde ...

Gabríel er orðinn svo STÓR og fullorðinslegur með þessar krúttlegu tennur! Kannski hann byrji að ganga á Íslandi um jólin???

Kv. svavamaría :)

Anonym sagde ...

What did Gabríel think of his bike ride? He looks so rugged up in his snow suit!!

It's so hot here at the moment it's hard to imagine it being that cold anywhere else. While Gabríel is getting about in mittens and hats, Becky is crawling around in a nappy and singlet!

Christmas is on it's way!

Unknown sagde ...

þið eruð bara svo mikil krúttmæðgin!! Bið kærlega að heilsa Gabríel Noor. KNús, Steinunn