torsdag den 20. november 2008
Bros
Elsku þið
Hér eru nýjar myndir sem ég tók í kvöld af litla snúðnum mínum duglega. Hann er byrjaður að standa þegar mikið liggur við og hann verður að ná í eitthvað sem hann ekki má:) Hann er voða duglegur á vöggustofunni og er eiginlega alveg hættur að öskra á háa c-inu eins mikið og hann gerði..var líklega bara að venja sig við að vera í meiri hávaða en er heima og svo náttúrulega að prófa mörkin hjá pædagogunum...;) Ég er mjög ánægð með að hann sé á Elverhöj og mér finnst allir mjög vinalegir og almennilegir og strúktur sem ég er ánægð með. Litli engillinn minn virðist vera sáttur þarna og grætur í ca 10 sek þegar ég fer frá honum á morgnana og er roslega glaður að sjá mig þegar ég sæki hann :) Gabríel Noor sefur alltaf tvo lúra og borðar stundum morgunmat en alltaf hádegismat og kaffi á Elverhöj..og er nú ekki mjög hrifin af öllu en borðar stundum voða mikið og er ægilega saddur og sæll:)
Ég er búin að vera að kenna í forföllum núna í mánuð og er ekki að fíla það...mér finnst skólinn hafa breyst mikið við sameininguna og ótrúlegar uppákomur sem eru að gerast. T.d var öllum kúlum stolið úr tölvumúsunum í skólanum....einhver gerði númer tvö í vask...og fleira í þessum dúr. Flest eru nú börnin yndisleg og ömurlegt fyrir þau að þurfa að starfa við þetta alla daga...Þetta er líka ömurlegt fyrir starfsfólkið og kennarana sem eru virkilega að gera sitt besta og undir mikilli pressu.
Ég varð því mjög glöð þegar ég fékk svar frá Roskilde háskóla um að ég hafið verið tekin inn í MA námið í Global studies með þeim fyrirvara þó að ég nái TOEFL prófinu...Ég fer í það í byrjun des og vona að það gangi vel. Svo byrjar undirbúningsnámskeið í náminu í janúar og svo námið sjálft í byrjun febrúar...Ægilega spennandi og ég er alveg í skýjunum að drífa mig loksins í MA nám..sem var jú alltaf planið...Bara vona að ég nái þessu TOEFL....megið endilega segja mér ef þið hafið tekið svona próf og hvernig gekk?...
Ég á orðið mikið af myndum sem ekki hafa komst á síðuna og í stað þess að fresta og fresta set ég bara inn myndir frá núna...hitt fáið þið bara að sjá heima um jólin...Ég set svona bland í poka núna og svo er ég að reyna að taka mynd af snúðnum þegar hann stendur upp við borð en það hefur ekki tekist enn ...sem sagt að taka myndina...er alltaf að passa upp á geta gripið hann þegar hann vill ekki standa meira...:)
Ein serían sem hér kemur er af litla stríðnispúkanum sem er alltaf að reyna að stinga mömmu sína af og læðist inn á klósettið...sem betur fer er mamma fyrrum Grímseyjarmeistari í 20m hlaupi...
knús í bili elskurnar mína og er alltaf að hugsa heim...fylgist með fréttum og er alveg hætt að skilja þessa stjórnmálamenn.....
p.s læt fylgja með myndir af litla snúðnum frá því hann var vikugamall við hliðina á hundinum(sem mamma fékk þegar hún var lítill snúður) og svo tók ég mynd fyrir mánuði síðan og það er mikill munur enda kúturinn orðinn 72cm og 10.3 kg
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
5 kommentarer:
Elsku Helga Stína!
Til hamingju með skólann! Hvaða próf er þetta annars? Það er greinilegt að Gabí litli er ekkert lítill lengur, hann stækkar og stækkar og er svo flottur strákur.
Hlakka til að sjá ykkur um jólin :) Kveðja, svavamaría.
Hæ Helga mín,
innilega til hamingju með skólann!!! Við vonum bara það besta í sambandi við prófið, er samt viss um að þú rúllar þessu upp :o)
Knús á sjarmatröllið hann Gabríel.
Heyri í þér fljótlega.
kv. Anna Eygló
Hæ hæ elsku Helga!
Innilega til hamingju að vera komin inn í námið:o) Njóttu þess að fara í framhaldsnám, það er bara gaman.Ég fór í TOEFL og ég undirbjó mig með því að fá bók á bókasafninu og geisladisk sem fylgdi með þar sem voru prufur af uppsettningu prófsins. Það var rosalega gott að fara í gegnum það, auk þess sem ég rifjaði aðeins upp grunn reglur eins og a og an reglunar fyrir stílinn.Vertu í bandi ef þig vantar frekari uppl.Knúsaðu stóra Gabríel frá okkur:
Kveðja,
Halldóra og Co
hæ elskunnar!
Frábært að þú ert komin inn í skólann og þú tekur TOEFL í nefið, þú ert það góð í ensku.
Ég trúi því ekki að það sé rúmt ár síðan litli kúturinn kom í heiminn og er bara á leiðinni að fara að ganga. Kannski tekur hann fyrstu skrefin heima um jólin.
ástarkveðjur, Ransý
Þetta er nú meiri krúttið sem þú átt..
Þú rústar nú þessu prófi, ert nú ekki hörku kvensa fyrir ekki neitt..
Sjáumst í Jónshúsi þar næsta lau..
Knús frá Öresundskolleginu
Send en kommentar