torsdag den 20. november 2008
Asía
Má til með að segja ykkur söguna frá Berlín sem við Brynja erum búin að liggja í kasti yfir.
Svona til að fá smá aðdraganda þá var ég að vinna með verkfni heima á Íslandi hjá ÍTR. Verkefnið heitir ljónið og vindurinn og er markmiðið að vinna með fordóma ungs fólks of fá það til að opna augun fyrir gildum sínum og fordómum til þess að hægt sé að skapa betra samfélag að sjáfsögðu. En allavega þá lenti ég mjög oft í umræðu við krakkana um eins og þau sögðu helv,,,,kínverjarnir...þetta og hitt...Ég benti þeim nú á að líklega væri ekki um að ræða kínverja þar sem þeir væru ekki endilega fjölmennastir á Íslandi heldur hlytur þau að vera að tala um Asíubúa.Mér fannst ég ótrúlega góð að geta beint umræðunni í þessa átt til að skoða hvaða staðalmyndir við höfum af fólki héðan og þaðan. En sem sagt þetta var umræðan með krökkunum oft á tíðum.
Nú vorum við Brynja staddar í Potsdam(þetta var daginn áður en ég festist í bakinu í Berlín) En allavega við fórum til Potzdam á yndislegum haustsunnudegi og áttum frábæran dag. Þarna voru staddir margir ferðamenn eins og við og m.a hópur fólks af Asískum uppruna...þeim fannst Gabríel alvega rosalega sætur og spennandi sem hann náttúrulega er og sem sagt hópuðust að honum .Ég sá eitt sinn video á youtube þar sem hópur japana hópaðist í kringum einn mann og þannig leið mér..Fyrst kom einn svo kom annar og svo 20 eða fleiri...Gabríel gapti í forundran og endaði svo á því að fara að skæla enda voða mikil læti í fólkinu og allir að taka myndir af undrinu. Þegar hann fór að gráta spurðu þau mig hvort hann væri hræddur og þá sagði ég " he has never seen so many japanese people before" þá var mér svarað...ohh really...but we are from China..
Segi þetta gott í bili og vona að þið náið tengingunni við söguna á undan..
p.s læt videoið frá Youtube fylgja
http://www.youtube.com/watch?v=Gm-WvIVpNF0
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
3 kommentarer:
Guð minn góður, þetta finnst mér fyndið. Þessir brandara voru brjálæðislega fyndnir. Sé þetta alveg fyrir mér. En æðisleg mynd, það er eins og þú sért kvikmyndastjarna að gefa eigihandaáritanir!!!
Hahahahahahahaha....ljónið og vindurinn. Manstu þegar við mættum með leikjanámskeiðið upp á klætt sem Kínverja í sumarskrúðgöngu.
Þetta er bara fyndin saga frá hinni alþjóðlegu Helgu Stínu.
Kveðja
Þóra Magga
I have no idea what you've written ;) but Gabriel sure looks popular in that photo!
Send en kommentar