torsdag den 25. september 2008
Vöggustofustrákur
Blessuð og sæl kæru öll
Nú er kúturinn byrjaður á vöggustofu og búin að vera í rúma viku. Hann virðist vera mjög ánægður og byrjar strax að leika sér þegar hann mætir á morgnana. Mamma hans var soldið meir fyrstu dagana en er að ná sér...soldið skrítið að litla barnið manns sé hjá ókunnugum og svo fannst mér öll hin börnin eitthvað svo stór og brjáluð hihih En þetta gengur vel hjá okkur félögunum og frábært að geta núna unnið hérna heima og stússast soldið meðan hann leikur sér við krakkana. Hann er búin að taka þvílíkt þroskastökk síðan hann byrjaði í vöggustofunni..Byrjaði að skríða um morguninn þegar hann byrjaði þar..svo er hann byrjaður að vinka og eins að klappa...klappar fyrir öllu í augnablikinu..rosalega skemmtilegt.:)
Ég byrja að kenna 7. okt í Östrigsgadesskole og verð að kenna 4 daga í viku þar og svo laugardaga í Íslenskuskólanum. Gabríel Noor verður passaður af Meinhild á laugardögum og er alveg eins og blóm í eggi hjá henni og svo verðum við í fríi á mánudögum saman.
Ég skelli inn nokkrum myndum núna af vöggustofu stráknum mínum duglega ásamt Meinhild og syni hennar. Einnig er víst nóg til af myndum af honum hér heima að strumpast...Það má sjá mynd af leiðinni okkar fallegu sem við göngum á vöggustofuna. Nú er ég búin að fá nýtt hjól og barnasæti fyrir kútinn og við byrjum að hjóla saman fljótlega:)
Knús og kossar í bili
p.s Læddi inn einni af Önnu Eygló(sem er að verða mamma í annað sinn hurrah hurrah) ásamt kútunum tveim síðan heima á Íslandi..þessi var tekin á símann...
Ísland 3 - Vinir í Sigluvogi, ammaló og fleira
Hér má sjá myndir af vinum okkar í Sigluvoginum þar sem við bjuggum í síðustu heimsókn og höfðum það ofsalega gott. VIð lentum í ýmsum ævintýrum s.s að hitta fyrir illvígan geitung sem Gabríel geitungabani varð að sjálfsögðu að reyna að grípa með sársaukafullum afleiðingum. Allt fór nú vel enda drengurinn harður af sér...Gabríel fór í bað með Helenu Bríet vinkonu sinni 4.ára sem kenndi honum að púkast soldið í leiðinni hihihi
Gabríel Noor fannst líka voða gott að knúsa ömmuló sína og fá að leika með potta og pönnur og vera með soldil læti líka..voða skemmtilegt..jú og smakka appelsínu í fyrsta sinn..:)
Hann er einnig að bókaormast með Eygló og að knúsa Steingerði og Margréti Birtu dóttur Hönnu og Bjögga.
knús í bili
Ísland 2 Brúðkaup og heimsóknir
Hér má m.a sjá myndir af okkur í heimsókn hjá Rakel þar sem var mjög glatt á hjalla og krílin fjögur; Ísak Grétar, Elísa Rós, Viktoría Rós og Gabríel Noor höfðu það huggulegt ásamt mömmunum sínum. Einnig eru myndir úr brúðkaupinu frábæra hjá Halldóru og Stebba, myndir af Elínu Maríu nýjasta barnabarni Guðnýjar og fleira skemmtilegt.
kv
hs
kv
hs
mandag den 8. september 2008
Ísland 1.hluti
Kæru allir
Sendi saknaðarkveðjur eftir hreint frábæra daga heima á Íslandi. Það var svo gott að hitta ykkur öll.
Ég set inn fyrsta holl af myndum núna enda tók ég svo margar að ég set þær inn í 3 hlutum.
Hér gengur lífið sinn vanagang..Ég er byrjuð að kenna íslenskuna á laugardögum og kúturinn byrjar á vöggustofu á þriðjudaginn í aðlögun og ég vona að honum líki vel og að allt gangi vel. Hér er heimasíða vöggustofunnar fyrir þá sem vilja kíkja á staðinn
http://www.amager-elverhoj.dana7.dk/169-velkommen.htm
Myndirnar eru m.a af Litla kút með Ísaki Grétari vini sínum, Nölu kisu, ömmuló og afa Friðjóni, Helenu og Benna og af Helenu dóttur Beggu vinkonu að mata hann...hún er 4 ára og rosalega dugleg. Við hittum einnig Dag Mána barnabarn Sigfríðar og þeir voru voða sáttir við hvorn annan á Hverfisgötunni.
Við fórum að taka á móti handboltastrákunum okkar og það var rosalega skemmtilegt..fórum fyrst á kaffitár og hittum H0nnu, Sif og Svövu og krílin þeirra.....Einnig fórum við í mat til Svövu Maríu og co og drengurinn át yfir sig af spagettíinu hennar Svövu...nenniru að senda mér uppskriftina þína svava því hann borðaði ekki eins vel af minni hihihihih
knús í bili
Knús í bili frá okkur og farið vel með ykkur, saknaðarkveðja
Hej these are some pictures from our wonderful trip to Iceland...We stayed for 12 days and a lot of things happen. In these pictures you can see the little one and me with his friends and family and the family cat Nala
Will put more pictures soon...this is just part one of our trip in Iceland...take care
Sendi saknaðarkveðjur eftir hreint frábæra daga heima á Íslandi. Það var svo gott að hitta ykkur öll.
Ég set inn fyrsta holl af myndum núna enda tók ég svo margar að ég set þær inn í 3 hlutum.
Hér gengur lífið sinn vanagang..Ég er byrjuð að kenna íslenskuna á laugardögum og kúturinn byrjar á vöggustofu á þriðjudaginn í aðlögun og ég vona að honum líki vel og að allt gangi vel. Hér er heimasíða vöggustofunnar fyrir þá sem vilja kíkja á staðinn
http://www.amager-elverhoj.dana7.dk/169-velkommen.htm
Myndirnar eru m.a af Litla kút með Ísaki Grétari vini sínum, Nölu kisu, ömmuló og afa Friðjóni, Helenu og Benna og af Helenu dóttur Beggu vinkonu að mata hann...hún er 4 ára og rosalega dugleg. Við hittum einnig Dag Mána barnabarn Sigfríðar og þeir voru voða sáttir við hvorn annan á Hverfisgötunni.
Við fórum að taka á móti handboltastrákunum okkar og það var rosalega skemmtilegt..fórum fyrst á kaffitár og hittum H0nnu, Sif og Svövu og krílin þeirra.....Einnig fórum við í mat til Svövu Maríu og co og drengurinn át yfir sig af spagettíinu hennar Svövu...nenniru að senda mér uppskriftina þína svava því hann borðaði ekki eins vel af minni hihihihih
knús í bili
Knús í bili frá okkur og farið vel með ykkur, saknaðarkveðja
Hej these are some pictures from our wonderful trip to Iceland...We stayed for 12 days and a lot of things happen. In these pictures you can see the little one and me with his friends and family and the family cat Nala
Will put more pictures soon...this is just part one of our trip in Iceland...take care
Abonner på:
Opslag (Atom)