fredag den 18. juli 2008

Heja heja

Mátti til að deila þessu með ykkur.
Kona ein færeysk var kölluð upp í NY því hún var að missa af fluginu sínu. Eins og sumir vita heita færeyingar soldið skrítnum eftirnöfnum...ekki allir ..bara sumir :) Sem dæmi; Gurris undir Kletti, Jón Festirstein, Jóhanna undir Torfu, Pætur við Keldu, Tróndur Enni, Baldur í Öldu, Frida i Festum, Teitur í Götu, Bjarni í Hól, Anna María af Engi og fleira. Sú sem ég nefndi áðan sem var að missa í vélinnni hét Hanna í Horni. Hún var kölluð upp á ensku...sem sagt Hanna Horni(með amerískum heim)....einmitt..
Lifi færeyska byltingin.

torsdag den 17. juli 2008

Ýmsar myndir









Nú fór í verra því myndavélakortið mitt er bilað eða ónýtt og ég næ ekki öllum myndunum út því miður. Reyni að finna út úr því og vona það besta. Myndirnar sem teknar voru með pabba hans eru enn á kortinu en við tökum bara nýjar í ágúst:)

Sendi það sem ég hef, m.a af kútnum að lesa með Meinhild vinkonu og Sabinu dóttur Henriette vinkonu og eina af honum með Gyðu sem bjó í húsinu en er farin heim aftur til Íslands..við söknum hennar hérna..

. Einnig eru myndir af æðislegri ferð í Kongens have í góða veðrinu í júní þar sem besta vinkona hans Gabríels Noors hún Sylvía( ári eldri en hann) var voða dugleg að passa hann og sýna honum trix:) Sylvía er að flytja heim á frón núna á morgun ásamt mömmu sinni og pabba(Vala og Doddi) og eigum við eftir að sakna þeirra mikið.

Það gengur mjög vel með snúðinn. Hann dafnar vel og er orðinn soldill bolti síðan hann hætti á brjósti fyrir tæpum mánuði síðan. Hann er orðinn 8.9 kg og 68 cm og komin í stærð 74 til 80. Hann er svo glaður strákur og farin að dilla sér við tónlistina sem mamma spilar fyrir hann...frábær tónlistarsmekkur að sjálfsögðu hihih(þetta var bara skot á Dodda tónlistarsnobbara)

Shahid var hjá okkur í 4 daga í síðustu viku og það fór vel á með þeim feðgum. Við fórum í göngutúra og út að borða m.a. Vorum samt mest í huggulegheitunum heima. Hann kemur aftur 30.júlí í 3 vikur.

Í dag var kveðjuveisla fyrir Sylvíu og co hérna hjá okkur. Einnig kom Lilja Ellerts og Sabrinu dóttir sem er 4 dögum yngri en Gabríel Noor. Litla kotið var sem sagt fullt af krílum, dóti og voðalega huggulegt. Boðið var upp á lasagna og lagköku með hindberjum, bláberjum og ananas..mmmm....Kúturinn smakkaði bláber í fyrsta skipti og var fljótur að gretta sig ægilega og skyrpa því langt langt út úr sér..

Knús í bili og við eigum flug heim þann 23. ágúst til 5.sept....

___________________________

Hej all
The camera card is a mess so I couldn´t get all the pictures out...will not give up though..Will put them on the page if I can get them out...

We have had busy days here in Copenhagen. Shahid was here for 4 days and will be back the 30th of this month for 3 weeks.

We went to Kings garden a few times and had wonderful time with our friend Sylvía and her parents. Sylvía is one year older than Gabríel Noor and is teaching him some trix and is eager to help him ..she is so big of course.

Today we had dinner party for Sylvía and her parents because they are moving to Iceland tomorrow...We will miss them so much but look forward seeing them soon in Iceland. Lilja Ellerts and Sabrinas daughther was here too with her parents..she is 4 days younger than Gabríel Noor...So we had alot of fun here...alot of toys everywhere and cute sounds all around:)

We are going to Iceland on the 23. of august for 13 days...will be wonderful to see everyone again.

Gabríel Noor is so much bigger now..he is not drinking from the breast more..and likes to eat alot of normal food.and loves his bottle also...He is such a happy baby..:)His weight now is 8.9kg and length is 68 cm.
kisses and hugs..

tirsdag den 15. juli 2008

Camera problems

KÆru vinir
Myndavélin mín er í lamasessi en ég vona að úr rætist á næstu dögum. Ég næ einfaldlega ekki myndunum út úr henni..
Vona að þið sýnið biðlund
Farið vel með ykkur
kveðja
Helga stína

_________

Dear folks
My camera is teasing me so I can´t get the pictures out of it. Hopefully it will be cured in the next days..Hope you have the patience.
Best wishes to you all
Helga Stina

torsdag den 3. juli 2008

Fleiri myndir frá Berlín








Hér koma nokkrar myndir í viðbót af ferðalangnum..
knús

onsdag den 2. juli 2008

Gabríel Noor heimsborgari














Litli kútur er á sinni stuttu ævi búin að ferðast til fjögurra landa. Íslands, Danmerkur, Portugals og nú síðast til Þýskalands til heimsborgarinnar Berlínar.
Hann er ljúfasta vera á jörðinni að mati mömmu hans og nýtur þess að sjá fólk og börn, dýr og sína eigin spegilmynd. Elskar að hitta alltaf reglulega þennan sæta og skemmtilega strák sem brosir alltaf á móti:) Hann stóð sig eins og hetja í flugvélinni og drakk bara pelann sinn og hristi hringluna sína og brosti framan í samferðarfólk okkar...alveg eins og engill.

Hér koma nokkrar myndir frá Berlín. Við Brynja fórum hamförum í myndatökunum þannig að þið verðið bara að fá betri sýningu þegar við hittumst.

Við fórum m.a. að hátíðahöldum vegna úrslitaleiks Þjóðverja og Spánverja í Evrópukeppnini. Það var mikið um dýrðir við Brandenburgarhliðið sögufræga en við kíktum bara örsutt til að ná smá stemningu. Frekar fúlt að okkar menn skyldu ekki vinna um kvöldið..en Gabríel sveiflaði allavega fána og "has been there" hihih

Við vorum aðallega að hugga okkur með Brynju okkar elskulegu en fórum í langa göngutúra og kíktum m.a í skemmtilegt hverfi í Austur Berlín sem er soldið svona hippa og kósý...Prenzlauerberg held ég að það heiti...átti soldið erfitt með nafnið. Einnig var okkur boðið ásamt nokkrum vinkonum Brynju í "drykk" eins og þau í sendiráðinu kalla það...mj0g skemmtilegt og var Gabríel eini prinsinn og fékk að sjálfsögðu alla athyglina..enda sætastur:)

..Á einni myndinni má sjá okkur í hláturskasti sem endaði með því að snúðurinn gubbaði upp í mömmu sína..hihih

.Hann er farinn að sitja sjálfur að mestu, smakka kjöt og fleira gott og svei mér ef það er ekki farin að koma tönn í efri góm...skoða aðeins betur á morgun..


______

We where in Berlin for the last week. We had a wonderful time with our friend Brynja. who is living there. We went to see people cheering at Brandenburg Tor before the big camp between Germany and Spain, went to east Berlin and just had a very cozy time enjoying life in good weather...The city is wonderful and comfortable..It´s my 5th time. Gabríel Noor is a real traveller and has been in 4 countries in his short life of 8 months... ;) He is turning so big. beginning to eat a bit of chicken and turkey and sitting by himself most of the time..Time goes so fast..
Take care