søndag den 15. juni 2008

Góð heimsókn










Það er soldið síðan ég skellti inn myndum síðast.
Svava María og fjölskylda fluttu heim fyrir 2 vikum síðan og ég bauð þeim í smá kaffi helgina áður en þau fluttu. Við sátum úti í garði í voða góðu veðri og höfðum það huggulegt ásamt Andreas og Gyðu nágranna.

Síðasta vika var mjög skemmtileg hér hjá okkur Gabríel Noor. Ylfa frænka kom á föstudaginn frá Íslandi, SOlla á laugardeginum frá Súdan og Helena á mánudeginum frá Íslandi. Solla og Helena gistu á hóteli niðri í bæ en Ylfa var hjá okkur og það var æðislegt. Vikan fór að sjálfsögðu í innkaup og labbitúra, Helena og Ylfa skruppu í Tivolí, við fórum að höllinni og í Kongenshave og á Nyhavn. Eyddum degi í Christianshavn og í Krisjaníu og fleira og fleira.Helena og Ylfa pössuðu litla mann eitt kvöldið meðan við systur skelltum okkur í bío á sex and the city myndina...Litli kútur var voða hrifinn af frænkum sínum þrem og var ótrúlega yfirvegaður í búðarrápinu og labbinu í borginni og elskaði að láta knúsa sig enda algjör knúsukall.




Ylfa tók alveg frábærar myndir á nýju fínu myndavélina sína og ég set þær inn hér..set mínar myndir í næstu færslu..Hún á sem sagt framtíðina fyrir sér á myndasviðinu pæjan

Njótið vel

1 kommentar:

Anonym sagde ...

Hæ krúttið þitt,
alveg snilldarmyndir sem Ylfa frænka hefur náð af þér.
Risa knús til múttu þinnar fyrir fötin sem hún sendi Ísak Grétari, hann er algjörlega búinn að slá í gegn með sixpensarann.
Knús og kossar,
Anna Eygló og Co.