søndag den 11. maj 2008

Brosmildur snáði - Happy guy













Halló allir. Það er búið að vera mikið blíðskaparveður hér í Köben síðustu daga og við erum búin að vera dugleg að labba mæðginin.

Í dag fórum við niður á strönd með henni Gyðu, fyrrum leigjanda mínum og núverandi nágranna. Þar var krökkt af fólki að "hugga sig" sem sagt að grilla og sóla sig og hafa það huggulegt eins og dönum finnst ekki slæmt. Litli músakall eins og ég kalla Gabríel Noor þessa dagana(stolið frá Sollu sætu í Súdan) fær ekki að vera í sólbaði en við liggjum á teppi í skugganum og höfum það notalegt..

Litli snáðinn er búin að stækka svo mikið síðan við komum heim til Köben og er farinn að sitja í stól að borða og sitja í kerrunni til að sjá allt það stórkostlega sem ber fyrir augu á göngutúrum okkar...mikið nýtt og spennandi fyrir svona lítinn snáða. Hann er orðinn 7.8 kg og er duglegur að drekka mjólkina hennar mömmu sinnar og borða graut. Hann fékk að smakka stappaða kartöflu í gær en var nú ekkert sérlega hrifinn..fékk svona hroll á eftir því þetta var eitthvað skrítið í munninum held ég:) Hann er líka farin að breiða úr sér í mömmuholu svo mamma kemst varla fyrir í rúminu þegar hann er þar að kúra..

Við vorum hjá Svövu Maríu og co í gærkvöldi í grilli og áttum frábæran dag með þeim í Kongens have áður. Svava María og fjölskylda er að flytja heim á frón í byrjun júní og mér líst nú ekki á að missa þau héðan..en gaman fyrir þau að fara heim í faðm fjölskyldunnar og í fína húsið sitt í Vesturbænum.

Ég set inn myndir af litla síbrosandi og hlægjandi snúðnum síðan í dag og í gær, af litlu Jóhönnu Björk hennar Svövu sem er algjör klifurköttur:), Einari Elís krókódílamanni og af Gyðu nágranna.
Knús í bili
Helga Stína
p.s Endilega kvittið á síðuna..gaman að sjá hver er að kíkja..er búin að breyta uppsetningunni á síðunni svo það er hægt að skrifa komment núna

Hi everyone. We have had some wonderful days here in Copenhagen in the sun for the last days. We went to Kongens have( a wonderful park in the center of town) yesterday and to the beach today. Gabríel Noor is smiling and laughing alot and eating alot of food now..sitting on his own in a chair..such a big boy...He tasted potatoes yesteday and wasn´t too happy about them..lets see when we try again if he feels better about them...Now I put some pictures of our friends in Copenhagen and the smiling Gabríel Noor

Kisses for now
HS
p.s please comment on the page..I change the settings so it´s possible now...would be nice to see who is looking at the website..

6 kommentarer:

Svava María sagde ...

Ótrúlega sætar myndir af Gabríel, greinilega ánægður í nýja stólnum sínum. Takk fyrir ferðina í garðinn, huggulegur dagur og skemmtilegt kvöld :) Kveðja, svavamaría

Anonym sagde ...

skemmtilegar myndir :)
ester

Unknown sagde ...

Hæ elskurnar mínar,
Gabríel er nú meira krúttið, dafnar greinilega voða vel í góða veðrinu í Köben. Risa knús til ykkar beggja frá okkur í Kambaselinu :o)

Anonym sagde ...

Hæ krús. Yndislegar myndir af yndislegum dreng. Verð nú að fá að hitta hann þegar þú kemur næsta heim skvís:) Helgi og Sólon biðja vel að heilsa ykkur. Sumarkveðja, Perla.

Anonym sagde ...

Sæl mín kæra
hrikalega gaman að geta loksins kvittað, kíki á síðuna mjög oft til að dást að Gabríel Noor. Gaman að fá að fylgjast með ykkur og ég á eftir að senda þér myndirnar sem ég tók af honum og Maríu Sól frænku minni.kv. Steingerður

Anonym sagde ...

Gabriel, Sarah and Becky all have the same high chair! Isn't Ikea wonderful? :)

Becky recently tried some food for the first time. She didn't mind the rice cereal, but she spat the pumpkin everywhere.