torsdag den 1. maj 2008

Á ströndinni í fyrsta sinn






Blessuð og sæl. Við Gabríel Noor erum komin heim til Köben og það er yndislegt að vera loksins komin í íbúðina okkar og umhverfið okkar. Litli snúður sefur eino og engill í rúminu sínu og er í miklu stuði þessa dagana. Eygló vinkona var hér í mat í kvöld og Sibbi vinur okkar í gærkvöldi svo það er nóg að gera strax í heimsóknum.

Litli engillinn fór í fyrsta skipti á ströndina í Portúgal. Hin Hysteríska móðir hans hafði að sjálfsögðu makað á hann sólarvörn (blokk) og leyfði sólinni ekki að skína á hann enda algjör óþarfi svona í fyrsta sinn. Hann naut sín hins vegar í hitanum þessa síðustu daga okkar í Aveiro þegar hitinn fór á einum degi úr 14 gráðum í 30. Læt fylgja myndir með af prinsinum á ströndinni með mömmu og pabba.

Myndir frá Portó og fleiri úr ferðinni koma síðar..


Við byrjuðum á tónlistarnámskeiði hjá henni Völu okkar hér í gær. Þetta er ungbarnatónlistarnámskeið þar sem við syngjum og tröllum og dönsum og hlægjum og höfum gaman. Með okkur á námskeiðinu eru Kolfinna Björk hennar Svövu Maríu, Sylvía dóttir Völu Og Dodda og Nói hennar Ingibjargar sem býr hér líka. Við ætlum að vera á námskeiðinu einu sinni í viku í 5 vikur.

Ykkar Helga Stína

Gabríel Noor and me are back in copenhagen in our apartment and its wonderful to be back home. The prince went to the beach for the first time in Portugal and here are some pictures of that event. We started on a music course here in Copenhagen yesterday with 3 other children. It was great fun and we sang and jumped around and laughed alot. We will be doing this for the next 5 weeks, once a week.
More pictures of Portugal will come soon on the website...I hope you have patience:)
kisses
Helga Stina

1 kommentar:

Magga sagde ...

Hæ Helga Stína!

Innilega til hamingju með litla snúðinn. :) Hann er algjör draumur! Æðislegar myndirnar af ykkur fjölskyldunni í Portúgal. :D Búin að setja síðuna í Favorites - mun kíkja hingað reglulega.

Hafið það rosalega gott úti í góðu Köben. :)

Knús,
Magga