tirsdag den 4. marts 2008

4. mánaða prins













Myndavélin sveik mig á ögurstundu en ákvað svo að vera til friðs svo ég skelli inn nokkrum myndum af litla yndislega Gabríel Noor. Drengurinn er orðinn stór og braggast vel. Hann er núna tæp 6 kg og 61cm og hjalar mikið og hlær og brosir og grípur í dót og er mjög athugull og duglegur. Hann er orðinn soldill mömmustrákur og öskrar sig hásan stundum ef hún er ekki nógu fljót að koma sér til hans. Hann fer örugglega að taka tennur fljótlega því hann er farinn að slefa rosalega mikið drengurinn og má mamma hafa sig alla við að skipta um smekki. Hann tók pela í annað sinn síðan á fæðingardeildinni og Raggi frændi var að passa hann. Ammaló(Ólöf amma) passaði hann líka og þá fékk hann líka pela svo hann er voða duglegur.

Hann sefur úti í vagninum á daginn yfirleitt..og elskar að hossast í vagninum helst í ófærð í snjónum. Hann svaf t.d alveg eins og engill í 3 tíma þegar við Solla systir fórum í göngu með hann hérna á Selfossi og bárum vagninn yfir skafla eða ruddum hreinlega brautina með handafli. Solla sysitr er heima núna eftir viðburðaríka dvöl í Asíu. Það er alveg yndislegt að fá að vera nálægt fólkinu sínu svona lengi eða til 25. mars þegar við förum heim til Köben.

Set nokkrar myndir inn núna og bæti svo við á morgun...eins og þið sjáið þá er hann að verða bláeygur eins og mamma...en þó er aldrei að vita hvernig það endar:)
Knús og kossar í bili

Dear friends
These are new pictures of Gabríel Noor which is 4 months today. He is a very healthy and beautiful boy now almost 6 kg and 61 cm..drewling, laughing, talking his language, playing and grabbing and sleeping outside in the trolley in the snow every day....I will put some more pictures soon...sorry the delay..my camera was broken. We will stay in Iceland until 25. of march when we leave for a short stop in Copenhagen on our way to Portugal. Kisses and hugs

2 kommentarer:

Svava María sagde ...

En hvað það var gaman að sjá nýjar myndir og fá upplýsingar um litla prinsinn. Hann hefur stækkað svo mikið og er orðinn svo mannalegur! Mér finnst hann alveg eins og þú Helga mín nema hvað hann er með dökkt hár en það hefur aldeilis minnkað síðan ég sá hann síðast en það kemur aftur. Hlakka til að sjá ykkur í Köben í lok mánaðarins. Hafið það gott. Kveðja, Svava María.

sib sagde ...

Hæ mæðgin og til hamingju með mánuðina fjóra! Ég er nú ekki frá því að menn hafi stækkað aðeins síðan við vorum samferða þarna fyrir jól! Vona að þið hafið það gott á Íslandi, kv. Sibbi