HÆ elskurnar
Litli kútur og ég hjólum yfirleitt á vöggustofuna og tökum því rólega og gefum okkur góðan tíma því það er soldið mikil umferð. Við erum svona 5 mín að hjóla. Svo þeysist ég í vinnuna svo þetta er voða þægilegt.
Tókum smá myndir ég og Charlotte vinkona á leið heim einn daginn á símann mínn. Þær eru ekki nógu góðar, Gabríel er eitthvað skelkaður á svipinn hihih þannig að ég set inn aðrar betri myndir fljótlega. Svo keypti ég ljós sem mig var búið að langa í lengi og set líka myndir inn af því..ekta svona hugguljós á aðventunni. Í dag erum við að fara í bæinn aðeins að jólast við kútur og svo í afmæli til Trine sem verður 35. Ætla að gefa henni Karítas án titils á dönsku bókina..sem ég sá í bókabúð hér....knús og miklar saknaðarkveðjur til ykkar...komum heim eftir 23 daga :)
Sunnudagsmorgnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessa stundina þar sem við kútur erum bara að dúllast aðeins, hlusta á rólega tónlist og hafa það notalegt...hann er að fara að lúlla núna fyrri lúrinn sinn...