Jæja nú er komið soldið síðan ég skrifaði síðast. Það er búið að vera nóg á döfinni hjá okkur félögum. Við höfum soldið verið hjá Svövu Maríu sem er að fara að flytja heim. Eyglo vinkona kom í síðustu viku í kaffi og það var alveg yndislegt að fá hana. VIð erum í tónlistinni einu sinni í viku og það er frábært hvað kúturinn er farinn að átta sig á lögunum og verður svaka spenntur yfir t.d dýragarðslaginu. Verður gaman að syngja það þegar við förum í dýragarðinn í fyrsta skipti hér í Köben.
Á föstudaginn síðasta fór ég í afmæli til Snorra hennar Svövu og Almars vinar hans á bar hér í borg. Ég var voða róleg finnst mér(svona miðað við hvað ég á erfitt með að fara frá gimsteininum mínum). Ég sendi bara eitt sms allan tímann, kom heim 1.30 og skemmti mér mjög vel. Hún Gyða nágranni var svo sæt að passa fyrir mig, þegar Gabríel Noor var sofnaður og hann svaf eins og engill.
Í gær fór kúturinn í sprautu og í dag fengum við góða heimsókn frá Birgitte(sem býr á Omö) og Britt sem bjó með okkur Birgitte í Christianshavn hér um árið. Við sátum úti í garðinum flotta hér fyrir utan og höfðum það afar náðugt í góða veðrinu. Litli maðurinn hitti hana Emmu vinkonu sína sem er dóttir Birgitte og fór vel á með þeim. Emma er ársgömul síðan í janúar og finnst Gabríel óttalegur stubbur og var að kenna honum ýmislegt nýtt enda algjör prakkari.. Set inn nokkrar myndir síðan í dag af þeim hjúum, m.a af fyrsta kossinum þeirra sem er svo sætur..Einnig eru myndir af boðinu í garðinum. Amma Stína saumaði skyrtu á pabba/afa Friðjón þegar hann var nýfæddur árið 1946. Ég tók myndir af Gabríel Noor í sömu skyrtu og hann tók sig mjög vel út enda algjör dýrgripur á ferð(skyrtan og hann að sjálfsögðu)
Gabríel smakkaði gras í fyrsta skipti í dag þegar hann velti sér yfir á hliðina og sleit eitt upp alveg sjálfur við mikinn fögnuð móður sinnar :)Hann situr líka soldið í vagninum sínum og er orðinn voða stór strákur finnst mömmu.
Læt þetta duga í bili og set líka inn myndir af litlu grautarætunni minni sem er orðinn nokkuð hrifinn af sveskjugraut eins og amma og afi á Íslandi hihihi...
knús og kossar og endilega skellið inn kommenti...
Hi all.
we have had a busy last two weeks with visits and coffee invitations, singing and staying alot outside in the great weather here in Copenhagen. The pictures are of little Gabríel Noor with his friend Emma that we took today in our wonderful garden here in the back of the house. We catched a picture of Emmas and Gabríels first kiss...she is one year old since january so she is teaching him some stuff;)I also took a picture of him wearing a shirt that his great grand mother made in 1946 and his granddad Friðjón whore when he was a baby..very sweeet to be able to put him in these clothes.
He tasted gras today for the first time while he turned himself on the side and pulled it up all by him self..very big boy :)He is sitting very well now in his chair and also in his carrier outside..
this is it for now and please comment if you have time:)
Kisses