søndag den 21. december 2008

Happy Christmas ...






Elskurnar.
Við erum komin í jólaskap nema hvað litli kútur er búin að vera með hita, taka 3 tennur í einu, kvef, hósti og hugsanlega eyrun..förum til læknis á morgun og vona að honum líði betur.
Við komum heim þann 23. des og verðum á Bjargarstíg í íbúð Þórhildar og Stefáns sem eru svo elskuleg að lána okkur íbúðina sína..við fáum það frábæra hlutverk að passa kisulóruna hana Bellatrix sem verður að sjálfsgögðu bara gleði þvi við elskum öll þrjú kisur :)
Við segjum sem sagt Gleðileg jólin og farsælt komandi ár með þökkum fyrir það liðna..og liðnu..knús á línuna

p.s Myndirnar eru frá köldum degi í jólativolí með Andreas frænda, litli svaf mestan tímann en varð alveg mállaus þegar hann sá öll ljósin og jólasveinana í Tivolí. Svo kom jólasveinninn óvænt í heímsókn hingað heim( súkkulaðigámur heitir hann)..og Gabríel Noor sló sér bara á lær og skellihló að þessum fyndna manni með skeggið..ekki vitund hræddur..fannst þetta barasta kúl:)



________________

Marry Christmas and a happy new year to you all...thanks for past adventures :) hugs from us.

The pictures are from Tivoli and from when Santa came for a visit and Gabríel Noor wasn´t scared at all..just laughed when he met this funny santa...


______________

Glædelig jul og godt nytår. Tak for dejlige tider i år 2008
Kram fra os

_________________

Bom natal e feliz ano novo com muita paz, alegria e felicidades. Beijos e abracos ao todo.

søndag den 7. december 2008

Jólasveinn - Santa













Ég fór í það vandasama verkefni að reyna að taka jólakortamynd af barninu mínu. Hann er tæturófan mín svo þetta tók góða stund. Ég ætla að syna ykkur mjög fyndna seríu þar sem hann var orðin þokkalega pirraður út í mömmu sína því hún var alltaf að reyna að troða á hann jólasveinahúfu, fá hann til að brosa og vera kjurran að auki..púff..en ég er ánægð með afraksturinn:)
Hér má sjá smá sýnishorn en að sjálfsögðu ekki sjálfa jólakortamyndina sem kemur í kortunum ...knús

p.s Nú eru komnar 2 tennur í viðbót..samtals 8:) Búið að vera voða vont en hann er voðalega duglegur þessi elska..
_______

I was trying to take some pictures of my boy for christmascards and it took alot of effort I must say..he is moving alot..didn´t won´t to have the hats and was very angry at his mum at one point...But it went well and you can see some of the pictures here..kisses and take care

p.s Now there are 2 more teeth coming and it has been painful for him but he is very brave..now he has 8 teeth:)

søndag den 30. november 2008

Hjólastrákur og fleira








HÆ elskurnar
Litli kútur og ég hjólum yfirleitt á vöggustofuna og tökum því rólega og gefum okkur góðan tíma því það er soldið mikil umferð. Við erum svona 5 mín að hjóla. Svo þeysist ég í vinnuna svo þetta er voða þægilegt.
Tókum smá myndir ég og Charlotte vinkona á leið heim einn daginn á símann mínn. Þær eru ekki nógu góðar, Gabríel er eitthvað skelkaður á svipinn hihih þannig að ég set inn aðrar betri myndir fljótlega. Svo keypti ég ljós sem mig var búið að langa í lengi og set líka myndir inn af því..ekta svona hugguljós á aðventunni. Í dag erum við að fara í bæinn aðeins að jólast við kútur og svo í afmæli til Trine sem verður 35. Ætla að gefa henni Karítas án titils á dönsku bókina..sem ég sá í bókabúð hér....knús og miklar saknaðarkveðjur til ykkar...komum heim eftir 23 daga :)

Sunnudagsmorgnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessa stundina þar sem við kútur erum bara að dúllast aðeins, hlusta á rólega tónlist og hafa það notalegt...hann er að fara að lúlla núna fyrri lúrinn sinn...

onsdag den 26. november 2008

Roskilde adventure and Peters birthday
















HÆ alllir
Ég fór í afmælisdinner með Pétri frænda og co hér í Köben á laugardaginn

og svo
lentum við í frábærum ævintýrum í Roskilde nú um helgina.
VIð hittum kisa sem Gabríel Noor klappaði og kleip á sinn hátt ..
VIð fengum snjó í sveitasælunni
Við fengum æðislega grænmetissúpu
Gabríel stal snuddunni af Lilju litlu sem er tveim dögum yngri en hann...snuddan var bleik og kúturinn var mjög ánægður með hana. Lilja stal líka hans svo þetta var alltílæ.
VIð hittum aðra kisu sem reyndi að laumast með í bílinn
VIð sáum fullt af söngvaborg og dönsuðum
Við lærðum ammerísku hjá Sabrínu sem er uppalin í NY
knús í bili

___________

Hi all
I went to a birthdaydinner here in Copenhagen where Petur my fathers brother was celebrating his 60th birthday with his family and me :)...
and
We had a great weekend in Roskilde

We met two cats. One that Gabríel Noor attacked and hugged alot..very forcefully
We had great soup
We met another cat who was trying to go with us on the carride+
We met Lilja, Sabrina and ELlert and stayed at their house for a night..Gabríel and Lilja where stealing each others passifiers.
We had a very cosy time on the countryside with snow and cows and great things.
kisses

fredag den 21. november 2008

Standandi álfakálfur



Hér koma myndir af krílinu standandi..svo duglegur og sest svo bara aftur mjög örugglega á bossann og heldur áfram að leika...mjög yfirvegað allt saman:)
knús

torsdag den 20. november 2008

Asía


Má til með að segja ykkur söguna frá Berlín sem við Brynja erum búin að liggja í kasti yfir.
Svona til að fá smá aðdraganda þá var ég að vinna með verkfni heima á Íslandi hjá ÍTR. Verkefnið heitir ljónið og vindurinn og er markmiðið að vinna með fordóma ungs fólks of fá það til að opna augun fyrir gildum sínum og fordómum til þess að hægt sé að skapa betra samfélag að sjáfsögðu. En allavega þá lenti ég mjög oft í umræðu við krakkana um eins og þau sögðu helv,,,,kínverjarnir...þetta og hitt...Ég benti þeim nú á að líklega væri ekki um að ræða kínverja þar sem þeir væru ekki endilega fjölmennastir á Íslandi heldur hlytur þau að vera að tala um Asíubúa.Mér fannst ég ótrúlega góð að geta beint umræðunni í þessa átt til að skoða hvaða staðalmyndir við höfum af fólki héðan og þaðan. En sem sagt þetta var umræðan með krökkunum oft á tíðum.

Nú vorum við Brynja staddar í Potsdam(þetta var daginn áður en ég festist í bakinu í Berlín) En allavega við fórum til Potzdam á yndislegum haustsunnudegi og áttum frábæran dag. Þarna voru staddir margir ferðamenn eins og við og m.a hópur fólks af Asískum uppruna...þeim fannst Gabríel alvega rosalega sætur og spennandi sem hann náttúrulega er og sem sagt hópuðust að honum .Ég sá eitt sinn video á youtube þar sem hópur japana hópaðist í kringum einn mann og þannig leið mér..Fyrst kom einn svo kom annar og svo 20 eða fleiri...Gabríel gapti í forundran og endaði svo á því að fara að skæla enda voða mikil læti í fólkinu og allir að taka myndir af undrinu. Þegar hann fór að gráta spurðu þau mig hvort hann væri hræddur og þá sagði ég " he has never seen so many japanese people before" þá var mér svarað...ohh really...but we are from China..
Segi þetta gott í bili og vona að þið náið tengingunni við söguna á undan..
p.s læt videoið frá Youtube fylgja
http://www.youtube.com/watch?v=Gm-WvIVpNF0

Bros



















Elsku þið
Hér eru nýjar myndir sem ég tók í kvöld af litla snúðnum mínum duglega. Hann er byrjaður að standa þegar mikið liggur við og hann verður að ná í eitthvað sem hann ekki má:) Hann er voða duglegur á vöggustofunni og er eiginlega alveg hættur að öskra á háa c-inu eins mikið og hann gerði..var líklega bara að venja sig við að vera í meiri hávaða en er heima og svo náttúrulega að prófa mörkin hjá pædagogunum...;) Ég er mjög ánægð með að hann sé á Elverhöj og mér finnst allir mjög vinalegir og almennilegir og strúktur sem ég er ánægð með. Litli engillinn minn virðist vera sáttur þarna og grætur í ca 10 sek þegar ég fer frá honum á morgnana og er roslega glaður að sjá mig þegar ég sæki hann :) Gabríel Noor sefur alltaf tvo lúra og borðar stundum morgunmat en alltaf hádegismat og kaffi á Elverhöj..og er nú ekki mjög hrifin af öllu en borðar stundum voða mikið og er ægilega saddur og sæll:)

Ég er búin að vera að kenna í forföllum núna í mánuð og er ekki að fíla það...mér finnst skólinn hafa breyst mikið við sameininguna og ótrúlegar uppákomur sem eru að gerast. T.d var öllum kúlum stolið úr tölvumúsunum í skólanum....einhver gerði númer tvö í vask...og fleira í þessum dúr. Flest eru nú börnin yndisleg og ömurlegt fyrir þau að þurfa að starfa við þetta alla daga...Þetta er líka ömurlegt fyrir starfsfólkið og kennarana sem eru virkilega að gera sitt besta og undir mikilli pressu.

Ég varð því mjög glöð þegar ég fékk svar frá Roskilde háskóla um að ég hafið verið tekin inn í MA námið í Global studies með þeim fyrirvara þó að ég nái TOEFL prófinu...Ég fer í það í byrjun des og vona að það gangi vel. Svo byrjar undirbúningsnámskeið í náminu í janúar og svo námið sjálft í byrjun febrúar...Ægilega spennandi og ég er alveg í skýjunum að drífa mig loksins í MA nám..sem var jú alltaf planið...Bara vona að ég nái þessu TOEFL....megið endilega segja mér ef þið hafið tekið svona próf og hvernig gekk?...

Ég á orðið mikið af myndum sem ekki hafa komst á síðuna og í stað þess að fresta og fresta set ég bara inn myndir frá núna...hitt fáið þið bara að sjá heima um jólin...Ég set svona bland í poka núna og svo er ég að reyna að taka mynd af snúðnum þegar hann stendur upp við borð en það hefur ekki tekist enn ...sem sagt að taka myndina...er alltaf að passa upp á geta gripið hann þegar hann vill ekki standa meira...:)

Ein serían sem hér kemur er af litla stríðnispúkanum sem er alltaf að reyna að stinga mömmu sína af og læðist inn á klósettið...sem betur fer er mamma fyrrum Grímseyjarmeistari í 20m hlaupi...
knús í bili elskurnar mína og er alltaf að hugsa heim...fylgist með fréttum og er alveg hætt að skilja þessa stjórnmálamenn.....
p.s læt fylgja með myndir af litla snúðnum frá því hann var vikugamall við hliðina á hundinum(sem mamma fékk þegar hún var lítill snúður) og svo tók ég mynd fyrir mánuði síðan og það er mikill munur enda kúturinn orðinn 72cm og 10.3 kg